Irisflotta.com

föstudagur, maí 07, 2004

Nóg að gerast í lífinu þessa daga, próf að byrja í vinnunni, sólin fer hækkandi og sumarylurinn fer alveg að koma.

Það er gaman að fylgjast með stelpunum mínum í Þrótti þessa dagana. Þessar elskur hafa æft á fulli í allskonar veðri við allskonar aðstöðu í vetur, hvort sem það er í hestaskít eða hávaðaroki og kvarta aldrei. Framfarirnar eru líka farnar að skila sér. Það er virkilega gaman að sjá leikmenn taka stórstígum framförum og ég var að huxa þetta í gær hvaða kostir ýmsir leikmenn hafa:

AnnaBjörg: Hún er með eindæmum fljót að átta sig á því hvar boltinn kemur og ná kontról á honum. Hún er lögð af stað áður en varnarmaðurinn fattar að boltinn sé kominn.
Óla: heldur alltaf áfram, gefst aldrei upp og er prímusmótorinn í liðinu.
Bína: hefur bætt sig ótrúlega sem skallamaður. Er á leiðinni að verða drottningin á miðjunni.
TinnaRún: hefur vaxið ótrúlega í svípernum, er farin að stórna öllum í kringum sig og meira að segja svara fyrir sig - passið ykkur á henni.
Fríða: Tæklari dauðans. Ekta leikmaður sem maður vill hafa með sér í liði en alls ekki vera á móti. Stöðugasti leikmaður Þróttar á undirbúningstímabilinu.
Guðbjörg: baráttujaxl dauðans. öskrar alla með sér áfram og keyrir menn niður ef með þarf.
Sigga: lunkin í að stöðva menn án þess að fá spjöld. klár í að bera upp boltann. Formið allt að koma.
TinnaSig: var að koma þvílíkt sterk inn þegar hún fór úr lið aftur greyið. Sendingar sem hver senter elskar.
Eyrún: Hefur bætt formið og er farin að bíta frá sér. Er mjög áræðin og góður spilari.
Hidda: mjög góð í að sóla menn þ.a. þeir neyðast til að brjóta á henni til að stöðva hana. Kann líka að fá boltann í hausinn.
Rakel: Hefur tekið einna mestu framförunum. Er með meðfædda boltatækni, boltinn einhvern veginn límist við hana.
Fjóla: óheppin með meiðsl hingað til, en munar þvílíkt um kraftinn og hraðann og keppnisskapið í stelpunni þegar hún kemur aftur.
GunnInga: baráttujaxl dauðans. Spilar í gegnum meiðsli og lætur sig hafa tæklingar og er svo blíð sem lamb við dómarana - hvað kom eiginlega fyrir hana???
Halla: boltatæknin öll að koma.
Ragna: hefur bætt sendingarnar og boltatæknina.
Jóhanna: hefur verið mikið frá vegna vinnu.
Védís: Alltaf jákvæð og kemur sterk inní þetta núna. finnur jákvæðu hliðarnar á frostinu og kuldanum og leggur sig alltaf 100% fram hvort sem um æfingu eða leik er að ræða.
Gulla: að jafna sig eftir slitin krossbönd en sýnir ótrúlegan karakter með því að vera dugleg að æfa sjálf og mæta á æfingar og leiki.
DöggLára: Hefur lítið sést eftir að Bjöggi kom til sögunnar:-)
Hanna Sigga: Þessi drottning er alltaf með baráttuandann til staðar, ábyrgðarfull, samviskusöm og tilbúin að miðla af þekkingu sinni.
Stína: Var í hörkuframför þegar hún hvarf inní bækurnar. Við hlökkum til að sjá hana eftir prófin.
SiggaInga: Alltaf brosandi og vinnur sitt starf í markinu af ábyrgð.
Mist: stelpunnar er sárt saknað. Hvenær kemurðu aftur elsku dúllan okkar??? Aðalhúmoristi og límið sem heldur Þrótti saman.

Nóg í bili.