Irisflotta.com

miðvikudagur, ágúst 13, 2003

Var að taka rúnt á bloggsíður vinanna og komst að því að fleiri en ég hafa verið latir við tölvuna í sumar. Nú skal þó heldur betur bætt úr því. Rútínan að fara í gang aftur með látum. Byrja í fjarnámi Kennó á fimmtudag og að vinna á föstudag. Fyrir vinnuvalinu varð Borgaskóli í Grafarvogi. Þar mun ég verða enskukennari á unglingastigi. Já elsku unglingar, watch out. Hætti við íslenskukennslu og má því sletta helling á ensku, alrigthy then!!!

Sumarið er búið að standa undir hörðustu væntingum og vel það. Fyrir utan fótbolta öll kvöld nema sjö í sumar þá hefur ýmislegt verið brallað. Húsmæðraorlof á Akureyri með tveimur skjaldbökum stendur þó aldeilis uppúr ásamt góðum rúnti, Vestmannaeyjarferð og ferð í Skvísusund, slatta af fótboltaleikjum, Flúðaferð, Þjórsárdalsferð, golfi, línuskautum, brenndrar húðar í sundi og öllu hinu skemmtilega dótinu.

Krúttin mín í Þraukurunum hafa verið að bæta sig stanslaust í allt sumar. Ég hef fulla trú á þessu liði og við munum standa stoltar eftir tímabilið, ekki spurning.

Stelpan loks komin með almennilega tengingu heim (eftir að hafa fattað að stinga í samband) og því verður bloggað feitt næstu daga-:)

Hrós dagsins: Ægissíðan fyrir að skarta sínu fegursta þegar ég og Thelma uppáhaldsfrænka fórum á línuskauta í dag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home