Irisflotta.com

laugardagur, ágúst 23, 2003

Fyrsta vikan í vinnunni var vissulega erfið, en mjög skemmtileg. Líst rosalega vel á skólann minn og samstarfsfólkið líka. Það er svo skrítið hvað það er til mikið af skemmtilegu fólki í heiminum með ótrúlega svipaðan þankagang og maður sjálfur, en samt skapandi og hresst. Var svo heppin að fá frábæran samkennara. Sönn Guðsgjöf. Hún er búin að vera að fill me in on the 8th graders. Hitti krakkana svo í fyrsta sinn næsta mánudag, læt ykkur vita þá hvort þetta líti enn jafn vel út. Svo förum við með krakkana í smá óvissu á miðvikudag.

Boltinn að rúlla á fullu. Tímabilið fer að ná hámarki. Þrír leikir eftir, Blikar á þriðjudag, Norðurbandalagið á laugardag og FH á miðvikudeginum þar á eftir. Ætlum okkur að taka þetta. Hef fulla trú á stelpunum. Margt búið að ganga á að undanförnu, en það sem drepur mann ekki gerir mann sterkari, það er alveg ljóst. Það er aldrei meira á mann lagt en maður þolir. Þótt ég hafi stundum efast um þá fullyrðingu. Frábær grillveisla í vikunni í villu í Firðinum. Sexy Ass fær plús í kladdann fyrir gott frumkvæði og kokkurinn líka fyrir snilldarkjúlla.

Er svo í þremur fögum í Kennó og var alveg að fara yfir um af stressi í vikunni, huxandi um allt sem koma skal. En þetta reddast alltaf einhvern veginn og þá er fínt að hafa netnörd eins og Mist sem er afslappaðri en allt þegar kemur að námi til að halla sér að.

Helgin búin að fara þokkalega í að ná sér eftir stress vikunnar. Hvernig fer stress.is að? Skil ekki hvernig hægt er að lifa í svona endalausu stressi.

Tók líka út rifrildi mín fyrir allt árið í síðustu viku. Aumingjans mennirnir sem urðu fyrir barðinu á mér, en maður lætur ekki vaða yfir sig. Stundum þarf maður bara að svara hraustlega fyrir sig og hana nú. Sleppi því alfarið að segja hverjir lentu í mér en ég myndi svo sannarlega ekki vilja lenda í mér í þannig ham, svo passið ykkur bara. Stolt að segja þó að ég hafi ekki sagt eitt einasta blótsyrði í þessum rifrildum, sem er jú eitt af mínum markmiðum í lífinu... þ.e. að blóta ekki...

Hrós dagsins: Maríubaugshjónin fyrir að þrífa allt hátt og lágt í sameiningu í dag og Ingi frændi sem átti afmæli 20. ágúst og heldur upp á það á morgun. Til hamingju frændi minn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home