Irisflotta.com

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

Þá er stelpan sest á skólabekk aftur. Tek einhver 2-4 fög í fjarnámi Kennó þessa önnina ásamt því að kenna trylltum unglingum í Borgaskóla 30 tíma á viku. Það verður víst nóg að gera í vetur. En það er bara gaman.

Töpuðum stórt á móti Val í gær. Söknuðum Jónu, Ásdísar og GunnIngu úr byrjunarliðinu frá því síðast. En við erum enn á lífi í þessu. Þurfum bara að vinna Þór/KA/KS fyrir norðan sem við ætlum þvílíkt að gera. Mjög skrítið að koma í Valsheimilið og leika þar sem gestur eftir að hafa átt næstum því heima að Hlíðarenda í einhver 15 ár. Margar mjög efnilegar stúlkur hjá þessu félagi. Þær standa sig eflaust vel í framtíðinni.

Við skjaldbökurnar inná vellinum föttuðum endanlega að við höfum ekki alveg hraðann á við þessar 17 ára landsliðskonur. Spurning um að finna flotta hillu fyrir skóna eftir tímabil. Annars er best að vera ekki með alltof miklar yfirlýsingar. Maður klárar bara tímabilið með stæl og sér svo til.

Frí á æfingu í kvöld. Bara nokkuð sátt við það.

Hrós dagsins: Veigur sjúkraþjálfari sem var að eignast rúmlega 15 marka og 55 cm snáða í morgun. Til hamingju Veigur og frú!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home