Irisflotta.com

þriðjudagur, júlí 15, 2003

Góðan dag, langt síðan við höfum sést og gleðilegt sumar.

Nýi útivistarhópurinn sem enn ekki hefur fengið nafn stefnir á Akureyri um næstu helgi. Þar verður klifið á fjöll, siglt um innhöfin og náttúran skoðuð.

Oh, hvað sumarfrí eru yndisleg!!!

Hrós dagsins: Mamma mín fyrir yndislegt spjall í gær og fyrir að koma að heimsækja mig þegar ég var ekki heima.

föstudagur, júlí 11, 2003

Stelpan er í sumarfríi og nennir ekki að eyða miklum tíma fyrir framan tölvuna. Sumarið er búið að vera hreinasta snilld hingað til. Skyndihugmyndir eins og sund á Selfossi hafa verið framkvæmdar og margt skemmtilegt brallað. Er í hálfgerðu bloggverkfalli meðan sólin lætur sjá sig. Mun pósta öðru hverju í sumar en af fullum krafti þegar skólinn byrjar aftur í haust. Njótið sólarinnar á meðan og hættið að hanga yfir tölvunni. (Ekki illa meint Mist)...