Irisflotta.com

fimmtudagur, júní 19, 2003

Þónokkuð hefur verið kvartað við mig að undanförnu fyrir að uppfæra ekki þetta yndisfagra blogg. Ég verð því að biðjast velvirðingar á þessu slakki mínu.

Síðan ég hætti á Mogga hef ég nú ekki sitið mikið fyrir framan tölvu. Einhvern veginn hef ég ekki löngunina til að kveikja á tölvunni heima hjá mér.

Síðustu viku skrapp ég á Laugarvatn og var í 5 daga. Þar var ég að aðstoða Röggu Skúla (u-17 ára landsliðsþjálfara) með knattspyrnuskóla KSÍ. Þar komu 14 ára stúlkur, 2 úr hverju félagi og stunduðu æfingar undir stjórn okkar og allra hinna landsliðsþjálfaranna. Þetta var góður skóli fyrir mig þar sem ég lærði mikið af núverandi landsliðsþjálfurum. Allir sýndu þeir fram á mikla hæfni í starfi og hafa Þraukarar nú þegar fengið að reyna nokkrar æfingar eins og landsliðin gera hjá sér. Þeim finnst það vonandi gaman.

Þraukarar hafa einnig unnið sinn fyrsta leik, 2:0 gegn Þór/KA/KS. Það var nú mjög tilfinningaþrungið augnablik fyrir mig og erfitt að lýsa tilfinningunum sem dælt var frá hjartanu og út í restina af líkamanum.

Þessa dagana erum við GunnInga að vinna á fullu að kynningu okkar á kvennaknattspyrnu. Það gengur ofsa vel hjá okkur og einhvern veginn verður verkefnið alltaf stærra og stærra þar sem allir vilja vera með okkur í þessu og finnst þessi hugmynd alveg frábær. Við erum alsælar með það. Fengum t.d. í gær 100.000 króna styrk úr 19. júní sjóðnum.

Tengdamamma í nettu sjokki. Hélt ég skrifaði hugsa í raun sem huxa. Vildi fá að vita frá mér hvort ég vissi í alvöru hvernig ætti að skrifa það. Hér eftir verð ég því að sleppa tölvuskriftinni og reyna að rita rétt. Ekki vil ég styggja tengdó.

Hrós dagsins: Eru mörg þar sem langt er síðan síðast. Friday´s fær fyrir mjög góðan mat, Hidda fyrir að vera mesta krútt heims, GunnInga fyrir að vera góður samstarfsaðili og leyfa mér að blogga í vinnutíma, SiggiRaggi fyrir að raka sig loksins í gær, mamma fyrir að vera alltaf best, og Þraukarar fyrir síðasta sigurleik og skemmtilegt mánudagskvöld. Mist og Bjarney afmælisbörn fá sérstaka mention.

þriðjudagur, júní 03, 2003

Stelpan bara hætt á Mogga og farin að einbeita sér að öðrum verkefnum. Við GunnInga hófum störf við kynningarbækling um kvennafótbolta í morgun sem á að fara til allra stúlkna á landinu í haust. Þetta verður skemmtilegt verkefni og ekki verra að hafa góðan félaga með sér í þessu.

Þá er ég líka hætt að borða nammi. Búin að vera hætt síðan á fimmtudag. Fjóla fór samt illa með mig í gær. Gaf mér köku sem var súkkulaði í. Það er samt ekki tekið því ég vissi það ekki. Er þvílíkt að standa mig. Á þessum bæ verða hvorki veigar drukknar né nammi étið fyrr en eftir tímabilið og hana nú. Get samt alveg verið skemmtileg:) Alveg satt.

Ljúft að hafa smá tíma fyrir sig. Í gær lá ég í sófanum heima og ætlaði að lesa áfram í Everest - The North Face bókina. Datt út eftir 5 mínútur og slefaði í koddann í klukkustund. Það var ofsa ljúft. Annars bara vaknar maður snemma og lætur fullt úr deginum verða.

KR að keppa gegn Þór í kvöld í karlaboltanum. Koma svo strákar.

Þraukarastelpur að bregðast vel við mótlæti. Nú kemur þetta. Hef fulla trú á liðinu gegn Val á fimmtudag og Breiðablik á föstudag. Og koma svo...

Hrós dagsins: GunnInga fyrir að vera vinur í raun og góður vinnufélagi...