Irisflotta.com

þriðjudagur, maí 27, 2003

Í kvöld keppum við Þraukarar gegn Stjörnunni. Ætlunin er að taka þann leik.

Annars held ég að maður ætti ekki að vera að kvarta yfir litlu hlutunum. Var að lesa heilar 4 moggasíður af minningargreinum um Guðrúnu Helgu eiginkonu Geirs Sveinssonar sem lést fyrir sl. helgi. Vá hvað sumt fólk þarf að ganga í gegnum. Greinilega ótrúleg manneskja hún Guðrún.

En á léttari nótum fór ég á myndina Old School með Birnu og fleirum. Myndin var vægast sagt frekar fyndin og langt síðan ég hef hlegið svona mikið. Dæmi: Hvað myndirðu gera ef þú værir nýgift og á rúntinum með vinkonunum. Allt í einu sæir þú nýja eiginmanninn á skokkinu niður Laugarveginn - kviknakinn??? Go Frank the tank!!!

Hrós dagsins: Þraukarar sem ætla að vinna í kvöld og sérstaka mention fær Fjóla fyrir frábært komment við mig eftir æfingu í gær. Þar skein rétta hugarfarið í gegn... hugarfar sigurvegarans.

mánudagur, maí 26, 2003

Ekki get ég sagt að helgin hafi verið algóð. Tap gegn ÍBV á laugardag hefur legið eins og þrumuský yfir mér. Eyddum öllum laugardeginum í leikinn og úrslitin hörmung, stórt tap. Var ekki að standa mig. Nenni ekki að tala um það hér.

Um kvöldið komu Gunni og Halla í mat með Viktor litla fótboltastrákinn sinn. Við átum pasta og horfðum á Birgittu standa sig vel í Júróvisjon. Annars fórum við bara snemma að sofa, Siggi að keppa á sunnudag og ég alveg búin eftir andlegar og líkamlegar þrautir þann daginn.

Á sunnudaginn gengum við GunnInga frá umsókn um styrk fyrir kvennafótboltaverkefnið okkar. Vonandi fáum við styrk. Síðan fór ég í Bláa lónið með Birnu, Irenu makedóna og Lindu. Enduðum svo á Si Senor og fengum okkur 5-falda fajhitas og þar bættist Linda í hópinn.

Ekki var Fram-KR svo sú skemmtun sem ég vonaðist eftir en Thelma besta frænka hélt uppi jákvæðum anda með skemmtilegum athugasemdum og spurningum. Nett kósíkvöld síðan í gær með spólu og poppi.

Svo verður Stjarnan tekin á morgun. Engin spurning.

Hrós dagsins: GunnInga fyrir að klára umsóknina þrátt fyrir stífan magakrampa og Thelma fyrir að vera góður kompaní á leiknum.

þriðjudagur, maí 20, 2003

Sat úti í sólbaði í kaffitímanum mínum. Það ER komið sumar. Enginn vafi leikur á lengur. Ofsa góð helgi að baki. Fór samt ekkert út að borða. Skrítið. Fór samt í bíó.

Þróttaradagurinn var haldinn hátíðlegur á laugardag í glampandi sól. Mjög gaman að eyða smá tíma með þessum títlum í 5. flokknum hennar Mistar. Kepptum einn svakalegasta leik allra tíma sem endaði 8:8.

Haukastúlkur í 4. flokki töpuðu svo naumlega í B-liðum en urðu Íslandsmeistarar í A-liðum. Ég komst því miður ekki að horfa á þær en var með í hjarta mínu. Til hamingju stúlkur.

Kíkti á Breiðablik - Þór/KA/KS í kvennaboltanum. Hörkuleikur í rigningu. Ættum að eiga fínan séns á móti báðum liðum.

Fyrsti leikurinn í kvöld og ég er búin að vera með tilhlökkunarfiðrildi í maganum í 2 vikur. Þetta er það sem við höfum æft fyrir í allan vetur. Heimaleikur gegn KR. Byrjum ekki á léttasta liði deildarinnar, en ætlum samt að taka þær.

Hrós dagsins: SiggiRaggi fyrir að skora með hjólhest í gær (verst það var gegn Þrótti).

fimmtudagur, maí 15, 2003

Ein af mínum betri bloggvinkonum, hún Mist lýsti því yfir á síðunni sinni að þetta yrði besta sumar lífs hennar hingað til. Skrítið, því ég hef nákvæmlega það sama á tilfinningunni með sumarið hjá mér. Ég vinn bara út mánuðinn á Mogga og svo er ég komin í "frí." Sumrinu verður eytt í hluti sem mér finnst gaman að gera. Það er svo margt spennandi og skemmtilegt framundan.

Þjálfunin verður náttúrulega númer eitt. Síðan ætlum við GunnInga að taka að okkur að promóta kvennafótbolta fyrir KRR. Við munum búa til bækling og ég er viss um að þetta heppnast vel hjá okkur, enda með góða manneskju með mér í þessu.

Að auki mun ég reyna að fylgjast með öðrum þjálfurum í sumar og læra sem mest af þeim. Ég ætla að reyna að fylgjast með landsliðsþjálfurunum þegar þeir fara í gang með kvennalandsliðin. Kannski tek ég líka einhverja fótboltaleiki fyrir Mogga og skrifa um þá. Það er alltaf rosa gaman.

Íslandsmótið í Landsbankadeild kvenna hefst á þriðjudag. Við eigum fyrsta leik gegn KR á heimavelli. Alltaf sterkt að byrja á heimavelli. Hef lúmska trú á að við eigum eftir að standa okkur þvílíkt vel. Mótið byrjar svo í 1. deildinni 28. maí og bikarkeppnin 1. júní.

Þótt ég verði ekki í fastri vinnu í sumar er nokkuð ljóst að það verður nóg að gera og rosa fjör. Ef þið hafið lausa stund, látið mig vita, því líkur eru á að ég geti gert eitthvað skemmtilegt með ykkur.

Hrós dagsins: Gyða og Jón fyrir að bjóða okkur í heimaslátrað á þriðjudagskvöldið og fyrir að vera ekkert fúl þótt ég hafi komið klukkutíma og seint og fyrir að biðja okkur yndislegrar bónar.

sunnudagur, maí 11, 2003

Yndisleg helgi að baki. Þetta eru allt algjör yndi sem ég er búin að umgangast. Vá... Byrjaði á því að fara niður á DV-sport og koma kynningu Þraukara frá mér. Hún birtist í DV-sport á mánudaginn eftir viku... gaman að vera með í þessu aftur.

Unnum svo Fjölni 3:1. Nokkuð sátt við úrslitin, en ekki alveg sátt við leikinn. Alls ekki sjálfa mig. Var ekki nógu hörð af mér. Nachos og kjúllasalat hjá GunnIngu og það var major gott og notó kvöld þar sem boxarinn var með smá show. Ætluðum að vera hrikalega hressar og fara á tjúttið, en enduðum í alvarlegum samræðum um hjálpartæki og fleira. Var mjög sátt með kvöldið, hefði ekki viljað hafa það öðruvísi. GunnInga snilli var að klára prófin. Bara eftir lokaritgerðina í HÍ. Gott etta.

Laugardagurinn var svo ljúfur. Sofið vel út og síðan ís, bíltúr, grill með Arnari, Lizzý og Hrannari dúllu. Við horfðum svo spök á kosningasjónvarpið. Var bara nokkuð ánægð með frammistöðu minna manna í Framsókn. Halldór er í fínni stöðu núna í stjórnarmyndun.

Já, það bara vinna allir sem ég held með, fyrst Framsókn og svo tók ManU við titlinum. Það var ljúft að sjá Keanarann lyfta bikarnum. Minn maður númer eitt.

Annars alveg gífurlegur framkvæmdardagur hjá Maríubaugshjónunum í dag. Það var tekið til í geymslunni, aukaherbergið klárað, spegill og klukka hengd upp, allt þrifið hátt og lágt, fíni bíllinn tekinn í gegn og svo kórónaði húsmóðirin allt með ljúffengum kjúllarétti í kvöldverð. Er samt frekar fúl yfir því að það kemur aldrei neinn að heimsækja okkur. Við vorum t.d. heima í allan dag en enginn kom. Hvað er málið??? Ok, við erum kannski ekki svo spennandi félagsskapur, en samt... Það eru sumsé allir velkomnir í heimsókn í Maríubauginn.

SiggiRaggi skrapp svo í bíó á hryllingsmynd. Ég er búin að þroskast þvílíkt, sagði bara nei, ég verð heima. Enda líður mér alltaf gífurlega illa eftir að horfa á hryllingsmyndir, sérstaklega í bíó á einhverjum risaskjá. Svo ég er bara í Baugnum í notó heitum að blogga, skanna myndir og tölvunördast smá. Svona á lífið að vera, ekki áhyggja í heiminum.

Hlín alltaf eitthvað að imprá á því að ég sé "konan" í hópnum, en ég vil bara vekja athygli á því að þann titil á Hanna Sigga og enginn getur státað henni. AnnaMargrét að fara að vinna á skrítnum stað í sumar, humm, verð að viðurkenna að mér brá pínu í brún, en ég treysti stúlkunni (nei, ekki í Exxx.is). Fjóla, Óla, Gulla, Allý, Mist og Hlín eitthvað að tjútta í gær. Ekki var mér boðið frekar en fyrri daginn. Hvað er málið??? Já, og Fjóla komin með blogg. Tékkið á því. Mér fannst reyndar mjög spúkí að opna það og hlusta...my precious. Velkomin í Matrix veröldina Fjóla!!!

Hrós helgarinnar: GunnInga og Hidda fyrir frábært kvöld og opnar og skemmtilegar umræður. Þið eruð SVALAR stúlkur!!! Einnig, Framsókn fyrir frábæran árangur í kosningunum. Og að lokum SiggiRaggi fyrir að bora og hengja á veggina, þvílíkt stolt af honum.

fimmtudagur, maí 08, 2003

Frábær æfing í kvöld. Vel tekið á því, sérstaklega í halda á lofti keppninni endalausu. Ánægð með tempóið.

Hrós dagsins: Thelma mín, því hún var lasin heima í dag greyið.

þriðjudagur, maí 06, 2003

Jæja þá hef ég tekið mikilvægar ákvarðanir varðandi líf mitt. Ég er búin að segja upp á Mogga, þessu blaði allra landsmanna og góðan daginn. Skrítin tilfinning þar sem ég er lengi búin að berjast fyrir því að fá þetta starf. Já, þjálfunin hefur heltekið mig og á hug minn allan. Ég verð að einbeita mér að henni. Hef verið milli steins og sleggju undanfarna 4 mánuði og hef séð að það gengur ekki að vera í báðu. Mér finnst svo gaman að þjálfa að það er stundum fáránlegt hvað ég eyði miklum tíma í pælingar því tengdu. Ég hef bara svo mikla ánægju af. Því ákvað að gera það sem freistar mín mest. Ég er líka búin að ráða mig sem kennara í Langholtsskóla fyrir næsta skólaár. Þar mun ég kenna unglingum íslensku og fleira. Ég mun einnig sjá um Sumarskóla Þróttar í sumar og verður það vonandi stuhuð, ef ég fæ skemmtilega starfsmenn.

Hrós dagsins: Nýju búningarnir. Þeir eru þvílíkt að lúkka.

sunnudagur, maí 04, 2003

Jæja, þá er maður búinn að taka ákvörðun. Get þó ekki sagt frá henni alveg strax, nema að þetta sé mjög góð ákvörðun og að ég tel sú eina rétta. Svo vonandi standið þið með mér í því.

fimmtudagur, maí 01, 2003

Bakið allt að skána, sem betur fer. Kuldinn samt ekkert að fara vel í það. Fyrsta alvöru grasæfingin á Ásvöllum í morgun í nettu roki. Stúlkurnar tóku samt vel á því og eiga hrós skilið fyrir að kvarta ekkert alltof mikið yfir veðrinu. Tveir ónefndir leikmenn mættu of seint svo tveir súisæds voru skylda í lokin. Reyndar var annar leikmaðurinn löngu kominn, en var bara ekki alveg græjaður. Þær læra vonandi af þessu stúlkurnar svo súisæds fari nú ekki að verða að föstum lið. Hef fulla trú á því.

Hef þvílíkan metnað fyrir þessari þjálfun. Held stundum að þetta sé einum of hjá mér. Miklar spekúlerasjónir í gangi um framtíðina þessa dagana. Á ég að stefna ótrauð á þjálfunina - eða klára sísonið og taka svo Moggapakka á þetta? Endilega kommentið á þetta á shout outinu. Þetta er að valda mér andvöku, skrítnum draumum (ekki blautum samt) og höfuðverk.

Er farin að hafa áhyggjur að vera orðin tölvunörd númer 4 í Þraukarahópnum (á eftir Mist, Eyrúnu og Hlín). Eyddi eina fríkvöldinu mínu í vikunni í gær að skanna inn myndir úr Danmerkurferðinni og svo skipuleggja þjálfunina smávegis. Það er ómissandi að taka smá skipulagspakka á dag. Horfði svo á Juwana Mann og kom hún bara nett á óvart. Bylti mér svo í alla nótt og huxaði og huxaði. Bjöggi segir að hausinn fari á fullt við labb eða hjólreiðatúr. Þar sem ég geri hvorugt fer hausinn á fullt um leið og ég legg höfuðið á koddann á kvöldin. Það getur stundum verið óhentugt. En svona er þetta bara þegar stórar ákvarðanir liggja fyrir og maður veit ekkert í sinn haus. Málið er náttúrulega bara að taka ákvörðun og trúa því að hún sé sú rétta - það er náttlega þannig með allt eins og GunnInga hefur margoft bent mér á.

Jæja, best að fara að huxa soltið.

Hrós dagsins: Mamma mín fyrir að búa til bestu samloku í heimi þegar ég var orðin alltof sein í vinnuna.