Irisflotta.com

miðvikudagur, apríl 30, 2003

Fór í bakinu í vikunni. Búin að vera að versna jafnt og þétt síðan. Var eins og auli á æfingu í gær. Mamma segir að ég sé orðin gömul. Held þetta tengist því ekkert þar sem Inga, Mist, Anna Margrét og fleiri góðir Þraukarar eru búnir að lenda í því sama. Holugrasið hjá Háskólanum gerði mér ekki neitt sérlega gott.

Massadagur í gær. Thelma uppáhaldsfrænka kom og taldi dósir. Ágætt að losna við þær. Tók létt þrif á meðan. Fékk svo markmennina til mín til að horfa á hina ágætustu spólu sem Guðmundur Hreiðarsson hefur sett saman. Það var bara mjög fínt. Fór svo á miðnæturæfingu í Egilshöll og gat lítið sofið útaf bakinu í framhaldinu.

Nennti ekki að horfa á Sörvævor aftur þótt ég hafi verið mjög ánægð með síðasta þátt. Á rásaflakki mínu datt ég inn á Omega þar sem Össur Skarphéðinsson var að tala um ýmis mál. Það var ekki lítið áhugavert. Mikið talað um gildi fjölskyldunnar og hvað kerfið sé óhliðhollt giftu fólki. Mikið til í því. Forystumenn allra flokkanna eru í viðtölum hjá þeim í vikunni held ég, mjög áhugavert.

Endalaust eru xD menn að gagnrýna aðra fyrir skítkast. Mig rann því í rogastans þegar ég sá aulýsingu frá þeim á SkjáEinum. Þar var ungt par að tala. Drengurinn sagðist bara treysta á sjálfan sig og engan annan. Hann treysti sko ekki á fólk eins og Ingibjörgu Sólrúnu. Í kjölfarið kom svo xD. Hvað er málið??? Talandi um low skítkast. Ekki orð um það hvað flokkurinn ætlar sér að gera. Eina markmið auglýsingarinnar var að láta Ingibjörgu Sólrúnu líta illa út. Mér fannst þetta nú koma svolítið öfugsnúið út. Sorrý Hidda mín með allt þetta stjórnmálatal...

Hrós dagsins: Thelma Dögg fyrir að tæma helminginn af draslinu úr geymslunni.

mánudagur, apríl 28, 2003

Hjúkkit, engir stjórnmálafundir í dag. Bara skemmtileg mál í vinnunni. Ætti kannski að skipta við GunnIngu, hún hefði gaman að því að vera í minni stöðu og fá borgað fyrir að pæla í stjórnmálum. Hummm...

Fór í ammæli til tengdamömmu í gær. Hún gerir bestu kökur í heimi. Það var fínt. Var reyndar nýbúin að bjóða sjálfri mér í mat til Döggu systur og var því úttroðin af lambasteik og ís. Svona er lífið jammí jammí.

Farin í Háskólann, aha, bara fyrir utan á grasið þar til að sparka bolta. Þarna tók ég ykkur:)

Hrós dagsins: Dagga systir fyrir að vera SVONA dugleg að æfa og elda OFSA góðan mat.

sunnudagur, apríl 27, 2003

Ósátt við hvað þessar helgar fljúga alltaf frá manni. Svona er þetta nú bara. Einhver pirringur á stelpunni á æfingu á föstudaginn, ekki til fyrirmyndar. Kemur. Völlurinn var alls ekki skakkur og það átti að koma með takkaskó!!! Fór á Ruby´s með stráknum. Fékk mér karfa, mjög ljúffengt.

Potturinn í Árbæjarlaug kom sterkur inn á laugardagsmorgni/eftirmiðdegi. Ég og Dagga systir drifum okkur í sund og fyrsti maðurinn sem ég sé þar er Daði. Aldrei friður fyrir honum:) Fórum svo á búðarrölt við systur eins og oft á laugardögum. Mjög ljúft. Ætlaði svo að kíkja á boltaleik í Egilshöll, en þar var engin leikur, skrítið. Fórum bara í heimsókn í staðinn til Gyðu og Jóns, Grétu og Eriks Odds. Gaman að sjá þessa Ameríkufara.

Fínn dinner með GunnIngu á Friday´s í gær. Heimsmálin rædd enn frekar ásamt persónulegu málunum. Kíktum á Hiddu. Stelpan mjög spræk. Bólið var þó gott um miðnættið og náði ég held ég 12 tíma svefni, eða hátt í það.

Leiknum í dag frestað. Æfing í staðinn. Bara fínt.

Hrós dagsins: Birna fyrir að hafa farið í aðgerð í gær og þarf á smá peppi að halda.

miðvikudagur, apríl 23, 2003

Erfitt að mæta í vinnuna eftir svona yndislegt frí, en það hafðist. Sat sem fastast fyrir framan tölvuna í gær þar til dagurinn lifnaði skyndilega við með yndislegri sundferð. Sitið var í pottinum og tjattað um heimsmálin svo klukkustundum skipti. Fór svo í hairdoo hjá HönnuSiggu snillingi. Er með kampavínshár, passið ykkur bara.

Læsti mig reyndar úti og lenti í geðveiku veseni með fullan bíl af vörum úr Bónus. Var smeyk um að mjólkin myndi súrna svo ég dúndraði henni heim til SiggaRagga fyrir klippingu. Þegar ég kom úr klippingu 2 tímum síðar lágu pokarnir enn á borðinu. SiggiRaggi snillingur hafði sofnað og gleymt að ganga frá mjólkinni. Sumsé, ef ég fæ illt í magann þá vitiði af hverju.

Hrós dagsins: Mist, Gulla, Fjóla, Hidda, Aron, AnnaMargrét, DöggLára fyrir frábært sund og HannaSigga fyrir að láta mig lúkka.

sunnudagur, apríl 20, 2003

Komin heim...
Jæja, þá er stelpan komin heim úr mögnuðustu hópferð sem hún hefur farið í. Farið var til Lalandia í Danmörku í eina viku með tóma snillinga og ljúflinga. Allt frá því ég tók að mér að þjálfa Þraukarana var ég ákveðin í því að farið yrði í æfingaferð. Þrjú meginatriði voru til viðmiðunar fyrir ferðina: Að æft yrði á grasi allan tímann, að við værum ekki með öðrum liðum (þ.e. karlaliðum), og að það væri sól og hlýindi þar sem við færum. Vegna fjárhagsleysis var Danmörk tekin fram fyrir Spán, en þrátt fyrir það stóðst allt þrennt, og svo miklu, miklu meira. Frá A-Ö var ferðin eins og best verður á kosið og ég er með tær fráhvarfseinkenni að vakna ekki upp í kofa með 5 öðrum. Reyndar verð ég að viðurkenna að rúmið mitt kom mjög traust inn, svo ekki sé minnst á SiggaRagga, en hann hafði ég ekki séð í 2 vikur. Það var því gott að knúsa strákinn sinn, þennan sæta sykurpúða þegar ég kom heim.

Matur hjá mömmu í gær, ljúffengur hamborgarahryggur með öllu. Fórum svo á Just Married í bíó og ég táraðist ekki. Hin ómissandi þrenning hittist svo og GunnInga var gersamlega fyllt af upplýsingum í 4 tíma tempó spjalli. Og að sjálfsögðu bauð Hidda upp á nammi.

Nú er páskadagur og ég byrjaði daginn á því að lesa þau 17 bréf sem voru í inboxinu mínu. Einnig var ég komin með blogg-fráhvarf. Í ískápnum bíður mín Páskaegg númer 6, en ég var að fatta, að við gleymdum að versla, svo ekkert nema páskaegg nr. 6 er til í ískápnum. Vill einhver bjóða okkur í mat???

Hrós dagsins: GunnInga verður að fá það þar sem hún missti af ferðinni, en tók því af stakri prýði. Þrátt fyrir að hafa setið yfir bókum og engu öðru í viku hafði hún nóg að segja okkur hinum um lífið og tilveruna. Já, það er líf í stelpunni...

Ég fell aldrei fyrir svona sögum, en vá, ég táraðist næstum því þegar ég las þessa. Bara ef þú nennir að lesa, engin pressa...

Sagan um Tommy
John Powell, a professor at Loyola University in Chicago writes
about a student named Tommy in his Theology of Faith class:
Some twelve years ago, I stood watching my university students file into
the classroom for our first session in the Theology of Faith. That was
the day I first saw Tommy.

My eyes and my mind both blinked. He was combing his long flaxen hair,
which hung six inches below his shoulders. It was the first time I had
ever seen a boy with hair that long. I guess it was just coming into fashion
then. I know in my mind that it isn't what's on your head but what's in it
that counts; but on that day I was unprepared and my emotions flipped.

I immediately filed Tommy under "S" for strange, very strange.

Tommy turned out to be the "atheist in residence" in my Theology of
Faith course. He constantly objected to, smirked at, or whined about the
possibility of an unconditionally loving Father/God. We lived with each
other in relative peace for one semester, although I admit he was, for
me at times, a serious pain in the back pew. When he came up at the end of
the course to turn in his final exam, he asked in a slightly cynical
tone, "Do you think I'll ever find God?"

I decided instantly on a little shock therapy. "No!" I said very
emphatically.
Oh," he responded, "I thought that was the product you were pushing." I let him get five steps from the classroom door, then called out,
"Tommy!

I don't think you'll ever find Him, but I am absolutely certain that He will find you!"
He shrugged a little and left my class and my life. I felt slightly
disappointed at the thought that he had missed my clever line:
He will find you! At least I thought it was clever. Later I heard that
Tommy
had graduated, and I was duly grateful.

Then a sad report came. I heard Tommy had terminal cancer. Before I could
search him out, he came to see me. When he walked into my office, his
body was very badly wasted, and the long hair had all fallen out as a result
of chemotherapy, but his eyes were bright, and his voice was firm for the
first time, I believe.

"Tommy, I've thought about you so often. I hear you are sick," I blurted
out.
"Oh, yes, very sick. I have cancer in both lungs. It's a matter of
weeks."
"Can you talk about it, Tom?" I asked. "Sure, what would you like to
know?" he replied.
"What's it like to be only twenty-four and dying?" "Well, it could be
worse."
"Like what?" "Well, like being fifty and having no values or ideals,
like being fifty and thinking that booze, seducing women, and making money
are the real 'biggies' in life."

I began to look through my mental file cabinet under 'S' where I had
filed Tommy as strange. (It seems as though everybody I try to reject by
classification, God sends back into my life to educate me.)

"But what I really came to see you about," Tom said, "is something you
said to me on the last day of class." (He remembered!) He continued,
"I asked you if you thought I would ever find God, and you said, 'No!'
which
surprised me. Then you said, 'But He will find you.' I thought about
that a lot, even though my search for God was hardly intense at that time.
(My clever line...He thought about that a lot!)

"But when the doctors removed a lump from my groin and told me that it
was malignant, that's when I got serious about locating God. And when the
malignancy spread into my vital organs, I really began banging bloody
fists against the bronze doors of heaven, but God did not come out. In
fact, nothing happened.

"Did you ever try something for a long time with great effort and with
no success? You get psychologically glutted, fed up with trying. And then you quit. Well, one day I woke up, and instead of throwing a few more
futile appeals over that high brick wall to a God who may or may not be
there,
I just quit. I decided that I didn't really care about God, about an
afterlife, or anything like that.

"I decided to spend what time I had left doing something more
profitable.
I thought about you and your class and I remembered something else you
had said: 'The essential sadness is to go through life without loving.
But it would be almost equally sad to go through life and leave this world
without ever telling those you loved that you had loved them.
So, I began with the hardest one, my Dad. He was reading the newspaper
when I approached him."

"Dad." "Yes, what?" he asked without lowering the newspaper.
"Dad, I would like to talk with you." "Well, talk."
"I mean . . . it's really important." The newspaper came down three slow inches.
"What is it?" "Dad, I love you. I just wanted you to know that."

Tom smiled at me and said it with obvious satisfaction, as though he
felt a warm and secret joy flowing inside of him.
"The newspaper fluttered to the floor. Then my father did two things I
could never remember him ever doing before. He cried and he hugged me.
We talked all night, even though he had to go to work the next morning.
It felt so good to be close to my father, to see his tears, to feel his
hug, to hear him say that he loved me."

"It was easier with my mother and little brother. They cried with me,
too, and we hugged each other, and started saying real nice things to each
other. We shared the things we had been keeping secret for so many
years.
I was only sorry about one thing -- that I had waited so long. Here I
was, just beginning to open up to all the people I had actually been close
to."

"Then, one day, I turned around and God was there. He didn't come to me
when I pleaded with Him. I guess I was like an animal trainer holding
out a hoop, 'C'mon, jump through. C'mon, I'll give You three days, three
weeks.
Apparently God does things in His own way and at His own hour. But the
important thing is that He was there. He found me. You were right. He
found me even after I stopped looking for Him."

"Tommy," I practically gasped, "I think you are saying something very
important and much more universal than you realize. To me, at least,
you are saying that the surest way to find God is not to make Him a private possession, a problem solver, or an instant consolation in time of need, but rather to open up to love. You know, the Apostle John said that.
He said: 'God is love, and anyone who lives in love is living with God and
God is living in him.'

Tom, could I ask you a favor? You know, when I had you in class you were
a real pain. But (laughingly) you can make it all up to me now.
Would you come into my present Theology of Faith course and tell them
what you have just told me? If I told them the same thing it wouldn't
be half as effective as if you were to tell them."

"Ooh ... I was ready for you, but I don't know if I'm ready for your
class."
Tom, think about it. If and when you are ready, give me a call."
In a few days, Tom called, said he was ready for the class, that he
wanted to do that for God and for me. So we scheduled a date, but he never
made it. He had another appointment, far more important than the one with me
and my class. Of course, his life was not really ended by his death,
only changed. He made the great step from faith into vision. He found a life
far more beautiful than the eye of man has ever seen or the ear of man
has ever heard or the mind of man has ever imagined.
Before he died, we talked one last time. "I'm not going to make it to
your class," he said. "I know, Tom."
"Will you tell them for me? Will you... tell the whole world for me?"
"I will, Tom. I'll tell them. I'll do my best."

So, to all of you who have been kind enough to hear this simple
statement about love, thank you for listening. And to you, Tommy, somewhere
in the sunlit, verdant hills of heaven -- I told them, Tommy, as best I could.

If this story means anything to you, please pass it on to a friend or two.
It is a true story and is not enhanced for publicity purposes.

With thanks,
John Powell,
Professor Loyola University, Chicago

fimmtudagur, apríl 10, 2003

Sprungin dekk
Þar sem stelpan er ein í kotinu þessa dagana geta lítil atriði eins og sprungið dekk reynst mikill tímaþjófur. Þegar ég var á leiðinni heim úr vinnunni í gær um kl. 19 keyrði ég á naglaspýtu sem einhver snillingur missti úr kerru hjá sér. Gæinn var með fulla kerru af naglaspýtum og þetta bara fauk út um allt. Nema hvað. Ég rétt náði heim og sá þá hvar eitt dekkið hríplak. Einsi kaldi kom og hjálpaði mér að skipta. Ég komst þá á æfingu og aftur heim. Í morgun þegar ég var svo á leið í vinnunna var annað dekk sprungið. Þar sem varadekkið var enn sprungið frá deginum áður, voru góð ráð dýr. Simmi mágur kom og reddaði deginum. Hann kom með loft á kút, fyllti dekkið og svo keyrði ég á verkstæðið til hans þar sem hann gerði við bæði dekkin. Ég komst því í vinnuna um kl. 10. Þetta var fínt til að bæta aðeins á stress.is pakkann sem nú er í gangi, enda slatti eftir að gera fyrir Lalandia. Þetta hefst þó allt með kalda vatninu.

Æfingin í gær var annars fín. Móttaka, sendingar og skot ekki alveg að lúkka, en það verður tekið í Danmörku. Lalandia: Here we come. Þar verðum við boltastelpur í viku. Ég skal passa að nota sólarvörn.

Hrós dagsins: Simmi dekkjasnillingur.

þriðjudagur, apríl 08, 2003

Það er gaman að lifa!!!
Lífið er yndislegt. Það er svo leiðinlegt stundum hvað tíminn líður hratt. Það er svo margt skemmtilegt að gerast í þessum heimi, að maður bara kemst ekki yfir að gera það allt. Maður verður bara að passa sig á því að stoppa, líta í kringum sig og anda að sér fersku lofti vina, fjölskyldu, Guðs og annarra sem mikilvægir eru í lífi manns.

Já, það er sko búið að vera nóg að gera hjá mér undanfarið, enda hefur bloggið setið á hakanum óvenju lengi. Aldrei svona lengi held ég. Góðvinkona mín hún HannaSigga orðaði þetta skemmtilega þegar ég sagði að oft þyrfti maður nú bara að velja það skemmtilegasta og gera það. Þá sagði hún: Já, en þetta er bara allt svo skemmtilegt, ég veit ekkert hvað ég á að velja. Já svona stríðir lífið manni stundum.

Síðan á föstudag hef ég unnið í 53 tíma og geri aðrir betur. Ég hef einnig séð um konukvöld Þróttar/Hauka, tekið ljósmyndir af Tinnu, dóttur Sigrúnar vinkonu sem er að fara að fermast (photoshoot í Nauthólsvík, Gróttu, Perlu ofl.), farið í spánska fiestu til Birnu, kvatt manninn minn í vikutíma, farið í útsýnisflug yfir Ísland, farið á fund hjá Samfylkingunni, keppt einn fótboltaleik, horft á annan og tekið tvær æfingar.

Mér finnst nú ekki erfitt að viðurkenna að kvöldið með manninum á fimmtudaginn stendur uppúr. Við fórum á Friday´s og á Chicago í Lúxus í bíó. Mjög notó. Annars var hitt allt mjög skemmtilegt og þessi helgi verður svo sannarlega eitthvað sem ég á eftir að muna eftir.

Skemmtiatriði Þraukarastúlkna var líka öflugt á föstudagskvöldið og bjuggu þær hvorki meira né minna til official lag liðsins. Nokk vel gert bara. Lagið slær lag Birgittu í Júróvisjon léttilega út. Stúlkurnar voru með eindæmum spakar og sýndu að vel er hægt að skemmta sér án áfengis.

Æfingin á mánudag var einnig góð. Þær koma mér alltaf svo skemmtilega á óvart þessar stúlkur. Í stað léttrar æfingar, heimtuðu þær Jörabolta sem allir vita að er nú þónokkur keyrsla. Svona eru þær, þessar elskur, alltaf tilbúnar til að leggja örlítið meira á sig. Það er einmitt út af þessu sem ég fíla í botn að þjálfa. Árangur gerir mig einnig glaða og ég vona að ég verði mjög glöð í lok sumars.

Jæja, nú hafa örugglega allir gefist upp á að lesa svo ég enda hér á speki úr Bók lífsins: Spor mannsins eru ákveðin af Drottni, en maðurinn - hvernig fær hann skynjað veg sinn??? (orðskv. 20:24).

Hrós dagsins: HannaSigga fyrir mikla speki.

fimmtudagur, apríl 03, 2003

Frábær æfing í gær. Eitthvert samskiptaleysi milli meistaraflokkanna þannig að strákarnir í Þrótti héldu að það væri leikur, en honum var víst frestað svo við höfðum allt grasið. Tókum líka þrusuvel á því og 25 mættu á æfingu. Það gleður mig þegar leikmenn eru stöðugt að taka á, bæta sig og leggja sig fram. Strangt prógramm framundan, en það er bara gaman.

Styttist í Danmörku, aðeins 8 dagar. Júhú. BirnaBesta er líka að koma heim í kvöld frá Spáni. Það verður gaman að sjá smettið á henni.

Hrós dagsins: Þraukarastúlkur fyrir góða æfingu í dag og fyrir að taka gott prógramm um helgina.

miðvikudagur, apríl 02, 2003

Búið að vera svo stappað að gera í vinnunni undanfarið að það hefur bara ekki verið neinn tími í blogg. Kíkti þó í lunch með GunnIngu í dag og Hidda kíkti aðeins, var að svindla aðeins í vinnunni.

All svaðaleg æfing á mánudagskvöldið. Stelpan fékk bara smá harðsperrur sjálf. Svona er þetta.

Kíkti á 25th Hour í gær... 3 stjörnu mynd. Sátt við endinn á henni. Ekki þessi dæmigerði Hollywoodendir. Hitti Bjögga og stress.is. Skrítið að þeir hafi tíma í bíóstúss. Bjöggi alltaf svo upptekinn við að huxa og stress er alltaf svo mikið .is.

Hrós dagsins: Hidda og GunnInga fyrir góðan lunch.