Irisflotta.com

föstudagur, febrúar 28, 2003

Að ég skuli hafa látið plata mig á kvikmyndina The Ring, skil ég ennþá ekki. Myndin er hrottalega ógnvænleg og mæli ég alls ekki með henni fyrir veimiltítur eins og mig. Annars fínn saumaklúbbur í gær með gömlu félögunum úr Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni - PP klúbbnum. Gamlar og góðar sögur af Laugarvatni eru alltaf frískandi. Annars var æfingin í gær bara fín, nema það er hið undarlegasta mál hvað tíminn hleypur alltaf frá mér. Ég á í miklum erfiðleikum með að skilja þetta.

Hrós dagsins: MammaMín fyrir að senda mér sætasta sms frá upphafi. Takk mamma. Þú veist alltaf hvað þú átt að segja.

Orð dagsins (umorðað): Haltu þeirri trú sem þú hefur á Guði. Sá er flottur og í góðum málum sem þarf ekki að áfella sjálfan sig fyrir það sem hann velur. Róm: 14:22.

miðvikudagur, febrúar 26, 2003

Jæja elskurnar mínar. Þá er bara kominn miðvikudagur, uppáhaldsdagurinn minn því þá er æfing í Egilshöll. Jahú. En stelpurnar vita ekki hverju þær eiga von á í kvöld. Ónei.

Annars er lífið bara gott þessa dagana. Massaði mig þvílíkt upp í Árbæjarþreki í gær. Hlóð alveg lóðunum á stöngina. Tók svo bara 6 endurtekningar og leið hálfkindarlega eftir að hafa svona mikið fyrir að hlaða á stangirnar. En ég tók nú þrjú sett.

Það var bara eldað í Grafarholtinu í gær. Hef ekki gert það í held ég mánuð. Ljúffenga KjúklingaSveppaRjómaOstaPastað sem löngu er orðið frægt. Tróð mig alveg út. Það er merkilegt hvað ég hef mikla matarlyst þessa dagana. Fer vonandi að dvína.

Mínir menn í ManU að rúlla upp Júve í gær. Þetta er engin slembilukka. Tvisvar í röð. Og koma svo...

Hrós dagsins: SiggiRaggi fyrir að leyfa mér að horfa á Judging Amy í gær og fara bara í CM í staðinn á meðan og vaka svo til 3 í leiknum og vera súperþreyttur og fyndinn í morgun.

þriðjudagur, febrúar 25, 2003

Búin að sofa eitthvað voða illa í tvær nætur í röð. Spurði eiginmanninn hvort það væri ekki örugglega opinn glugginn í gærkvöldi. Hann játti því og sagðist finna fyrir vindinum frá glugganum. Skrítið nokk þar sem glugginn var harðlokaður þegar ég athugaði hann í morgun.

Annars bara fín æfing í gær. Stelpan að eldast. Alveg að drepast í líkamanum eftir leikinn á sunnudag. Tók því rólega á æfingunni. Ungu stúlkurnar fóru létt með að spretta úr spori í smá áfangaþjálfun.

Svo er það bara Árbæjarþrek beint eftir vinnu. Stelpan þarf að massa sig aðeins upp. Dagga kemur líka. Fjör.

Hrós dagsins: Nanna og Kolla fyrir besta árangurinn í áfangaþjálfuninni í gær. Gott´etta.

mánudagur, febrúar 24, 2003

Helgin ljúf að mestu leyti. Samt mjög ósátt við tölurnar í 8:1 tapi gegn Val. Hefði viljað hafa það minna. Ok, þær áttu skilið að vinna, en ekki svona stórt. Við stóðum lengi vel í þeim. Ég sá mikla bætingu á frammistöðu liðsins frá því gegn Breiðabliki í æfingaleik. Við erum því að byggja ofaná og höldum því áfram. Þetta þarf nú smá tíma til að þróast. Og eins og Hidda benti réttilega á þá var þetta nú aðeins fyrsti leikur liðsins saman. Við getum aðeins bætt okkur. Við ætlum að vera þekktar fyrir að vera liðið sem vex með hverjum leik. Verður ennþá baráttuglaðara við mótlæti og lætur ekkert aftra sér. Við ætlum líka að vera þekktar fyrir jákvæðni, gott keppnisskap og góða frammistöðu.

Annars var mæðgudagur í gær. Fórum mæðgurnar í Smáralind og leyfðum Thelmu og Inga að sprikla í leiktækjunum. Við drukkum kaffi á meðan. Algjör gæðatími. Þær eru nú algjör yndi, móðir mín og systir.

Pasta á Fridays á laugardagskvöld. Daði og Jósi birtust óvænt og borðuðu með okkur. Óhætt að segja að það hafi verið mikið hlegið.

Hrós dagsins: mamma, Dagga, Thelma og Ingi fyrir að þykja alltaf vænt um mig, sama hvernig skapi ég er í. (Ég var nefnilega mjög distracted í Smáralindinni enda með hugann við leikinn sem fór fram síðar um kvöldið).

laugardagur, febrúar 22, 2003

Aldeilis bilaður dagur í vinnunni á fimmtudaginn. Lenti á spjalli við Siv Friðleifs og við spjölluðum alveg heillengi sem þýddi lööööng skrif fyrir mig. Hún fékk nú lúmskt hrós hjá mér. Þokkalega með sína hluti á hreinu. Ég var því að til hálfsjö og rétt komst á æfingu. Enn hvað það var nú gott að komast afslappaður á æfingu aftur. Ég hata þessar kvöldvaktir útaf því þá kemst ég ekki á æfingar. En það verður bara að láta þetta reddast. Föstudagurinn fór svo í að jafna sig eftir 11 daga stífa vinnutörn. Kláraði bókina sem ég var að lesa en hún var ekki lítið spennandi.

Kíkti á Gangs of New York í gær. Hún var ágæt. Svolítið ofmetin að mínu mati.

Fín æfing í morgun. Bara verið að fínisera fyrir fyrsta alvöru leikinn. Þraukar-Valur (gömlu félagarnir) í Reykjavíkurmótinu. Það verður töff leikur, en spennandi líka. Ég svaf ekki í nótt þar sem ég var svo mikið að huxa um leikinn. Vonandi sef ég samt í nótt.

KR vann svo Aftureldingu 3:0 áðan. SiggiRaggi með eitt. Nettur strákurinn.

Stelpan skrópar svo á Moggaárshátíð í kvöld, getur ekki farið að borða nautasteik fyrir fyrsta leik.

Ingvi alveg að lúkka. Ætlaði varla að þekkja strákinn í Fífunni í dag. Ekkert skegg. Eitthvað að snyrta sig upp fyrir stelpurnar í Kennó.

Hrós dagsins: GunnInga og AnnaMargrét fyrir góðar undirtektir á fundi.

miðvikudagur, febrúar 19, 2003

Mér leið eins og algjörum massa þegar ég fór í Árbæjarþrek í dag. Setti bara fullt af lóðum á stangirnar og lyfti með allskonar skrítnum hljóðum. Þurfti samt ekki að láta lyfta bekkpressustönginni fyrir mig, eins og sumir (hint byrjar á G og endar á unnInga). Maður verður orðinn þokkalegur fljótlega. Svo var það bara súpa í hádeginu og salat í kvöldmat. Svakalegt maður. Þarf að skera aðeins af fitunni.

Kíkti á gamla 4.ÍE í Árbæjarskóla. Það var rosa gaman. Fór þaðan með grátstafinn í kverkunum, fullan poka af gjöfum, blómvönd og slatta af kortum. Þau eru yndisleg og ég sakna þeirra nú aðeins.

Afmælisbarn dagsins er Ingvi aka stress.is. Til hamingju með það. Þú ert frábær. Góður í fótbolta, skemmtilegur og gott að vinna með þér.

Þraukar einmitt að spila við Ingva og co í kvöld og ég get því miður ekki verið á staðnum þar sem ég er föst í vinnunni. Dóh!!!

Hrós dagsins: Fallegu og góðu börnin í mínum fyrrverandi umsjónarbekk í Árbæjarskóla.

Alltaf gott að eiga frí á æfingu. Tók letidag. Fór á Jóa Fel í hádeginu með SiggaRagga hálsbólgu og lá svo heima og las þvílíkt spennandi bók þar til vinnan kallaði kl. 16. Þvílík ljúflegheit. Lestur er deyjandi tómstundaiðja sem verður að rækta. Skellti mér á Borgarbókasafnið í Grafarvogi í fyrradag og náði mér í eina nýja spennubók, danskan trylli, enskan trylli og heilalausa ljóskuástarsögu. Maður þarf að halda sér við í tungumálunum, já og ástinni. Er að fá þvílíkan áhuga á dönskunni eftir að Halla feministi byrjaði að æfa. Ætla að fá hana til að kenna mér götumálið. Þarf að kunna eitthvað í þessu þar sem ég er alltaf sett í að þýða norskar greinar af netinu í vinnunni. Svona er að vera nýliði.

Hrós dagsins: Begga Lax gamla vinkona, sem stödd er í Ameríku, þar sem ég fékk mjög yndælt bréf frá henni í dag sem ég get ekki upplýst innihaldið af.

mánudagur, febrúar 17, 2003

Fín keyrsla á tennisvöllunum. Alltaf logn þar, það er ekki að spyrja að því. Keypti mér kort í Árbæjarþreki í dag og tók þokkalega á því. Nenni ekki að keyra alltaf til Hafnarfjarðar til að lyfta lóðum. Fer kannski bara til Önnu Margrétar og fæ að taka í bekkpressuna hennar.

Hrós dagsins: Afmælisbörnin, GunnInga, Hildur og Daði.

Þetta er stærsti afmælisdagur ársins. Elsku GunnInga, Daði og Hildur mágkona innilega til hamingju með afmælin ykkar. Fyndna er að þið eruð öll fædd sama árið. Vonandi eigið þið góðan afmælisdag.

sunnudagur, febrúar 16, 2003

Frábær æfing á Ásvöllum í gær. Byrjaði í logni og endaði í fárviðri. Stelpurnar að gambla létt á sprettunum. Náðu samt settu marki með því að þjappa sér vel saman gegn vindinum. Stolt af þeim. Ekki hálft kvart (er það orð?) þrátt fyrir fárviðrið. Gott´etta.

Kíkti svo á DaðaSpaða afmælisbarn. Flott skyrta hjá stráknum sem átti í fullu fangi með að mingla við alla vini sína. Held hann hafi verið búinn að gleyma því hvað hann á marga vini, alltént var húsfylli hjá honum og það léttilega.

Við hjónin tókum svo samverukvöld. Fórum á Two Weeks Notice og hlógum mikið enda krúttleg mynd. Fórum svo á bæjarins og tókum einn rúnt. Mjög notó allt saman. Vorum síðan að horfa á DVD til 4 í nótt. Vúh, mér leið eins og ég væri þunn þegar ég vaknaði kl. 12 á hádegi í dag. En síðan er ég búin að vera hér í vinnunni, ofsa stuð í ofsaveðri.

Nett stuð á Þraukurum í gær. Ánægð með hvernig hópurinn er að smyrjast saman. Karókíið var sparað held ég fyrir mig!!!

Hrós dagsins: Birna litla fyrir að mála lit á daginn fyrir mig með því að fara spes á netcafé til að spjalla.

laugardagur, febrúar 15, 2003

Leiðindaræfing í gær í roki dauðans. Þetta er víst árstíminn. Annars bara vinna þessa dagana. Var til miðnættis í gær og mætt spræk kl. 8 í morgun. Toppiði það. SiggiRaggi kom svo heim einhvern tímann í nótt, en ég varð ekki mikið vör við það. Gott að vera búin að endurheimta hann.

Eitthvað mikið talað um partý í kvöld. Sniðugt hjá ónefndum leikmanni að setja heimilisfangið sitt á veraldarvefinn, fyrir alla að sjá. Það er kannski gert svo fólk geti komið þangað með þvott í óskilum. Hver veit.

Hrós dagsins: Daði fyrir að vera með dúnduræfingu í roki dauðans.

föstudagur, febrúar 14, 2003

Gleðilegan Valentínusardag í roki og sudda!

Stelpan að vinna alveg til hálftvö í nótt!!! Umferðarslys um það leyti sem ég var að fara heim. Hringdi því í lögguna og tékkaði á þessu. Ölvunarakstur - gat verið. Hvurs lags idíótar leggja líf annarra í hættu með þannig háttar vitleysu.

Stelpan bara ein á Valentínusardegi. Eins og kemur fram hjá kennslukonunni þá er "valentines day" alveg risastór í Ameríku. Stelpurnar skiptust á að segja skrækraddaðar frá nærfatnaðinum og dinnerunum sem þær fengu í fyrra og vonast eftir einhverju betra núna til þess eins að lúkka í hópnum. Ekki til að örva ástina, meira til að lúkka í vinahópnum. Já, SiggiRaggi bara fastur á Heathrow. Missti af Flugleiðavélinni til Íslands þar sem honum var ekki hleypt út úr vélinni frá Portúgal. Skil það, þar sem hann lýtur mjög hryðjuverkalega út. Allt brjálað í London. Menn með byssur og biluð öryggisgæsla. Vona bara að hann komi heill heim í kvöld.

Hrós dagsins: Mist og Eyrún fyrir að vera hægri vinstri að vinna í leikmannahlutanum á Þraukarabloggi.

Stelpan eitthvað að prófa sig áfram með nýtt lúkk. Sá þetta á hiddubloggi og finnst það flott. Mér finnst þetta nú flottara en hundabloggið sem ég var með. Þetta er meira ég, stílhreint og skipulagt.

Tékkið á Hiddu. Loksins gerði hún eitthvað í sínum bloggmálum.

fimmtudagur, febrúar 13, 2003

Frábær síðari hálfleikur í gær gegn Stjörnunni. 3:0. Reyndar 6:4 í heildina en það sem skiptir mestu er að frammistaða liðsins var til fyrirmyndar. Loksins fékk ég aðeins að sjá hvað býr í liðinu. Það var mjög ljúf tilfinning. Ég var alveg high þegar ég kom heim. Sumir leikmenn að koma nett á óvart á meðan aðrir voru "loksins" að spila á getu. Þetta er allt spurning um rétta hugarfarið. Að ætla sér hlutina, vera jákvæður og segja KOMA SVO... þá kemur þetta. Já, ég er ánægð með nánast alla leikmennina mína með tölu. Okey, sumir þurfa að koma sér í betra form og aðrir að vinna í sendingum (pssst, ég), en þetta gaf góð fyrirheit. Já, og við stefnum hátt.

Hrós dagsins: Allt Þraukaraliðið fyrir að standa sig gegn Stjörnunni. Líka þær sem eru meiddar og sýndu sérlega mikinn (rauðan) lit með því að koma og styðja þær sem inná vellinum voru. Gott´etta.

miðvikudagur, febrúar 12, 2003

Fór á Bangersisters í gær. Kom nett á óvart. Fór með Hildi. Þetta var svona 2 fyrir 1 kvöld. Ódýrt á SiSenor og flottheit. Ekki slæmt.

Fékk líka að taka þátt í að þjálfa stubbana hennar Mistar. Það var rosalega gaman. Þvílíkt sem þær eru góðar þessar litlu dúllur.

Hrós dagsins: Stubbarnir hennar Mistar fyrir að vera langmestudúllur Þróttar.

þriðjudagur, febrúar 11, 2003

Æðislega mergjuð æfing á Tennisvöllunum í gær. Þvílíkt tekið á því og þvílíkt gaman í leiðinni. Svona á þetta að vera. Nokkrar að koma verulega á óvart og fá tækifæri til að sanna sig í æfingaleik gegn Stjörnunni á morgun.

Nokkuð var um skot á milli manna, enda áttu sumir það meira skilið en aðrir.

Grasekkjan, ég, bara alein heima í gær. Þvílíkt ljúft líf. Bara snemma í bólið með góða bók. Það er mín hugmynd um gott líf - já og til að krydda tilveruna, smá kúlusúkk. Það er minn veikleiki.

Hrós dagsins: Hildur sem ætlar að fara með mér út að borða og í bíó í kvöld og losa mig úr einverunni.

mánudagur, febrúar 10, 2003

Teljarinn is back...

Ef orðið "frábært" væri til að lýsa fullkominni helgi, þá var þessi helgi "súperfrábær." Já, frá a-ö var helgin yndisleg. Á föstudag var létt en skemmtileg fótboltaæfing með súpergóðum teygjum. Síðan var kvöldinu eytt hjá bestu systur í heimi í að horfa á djúpu og borða subway. Síðan fór stelpan í bíó á frönsku myndina, Irriversible - mæli ekki með henni þar sem mér leið illa eftir hana. Samt verulega góð og öðruvísi, en of vivid.

Laugardagurinn var tekinn snemma. Stelpan sá um að koma Inga frænda á fótboltaæfingu kl. 9. Já, hvað gerir maður ekki í þágu íþróttarinnar og titilsins besta frænka í heimi? Mín tvö uppáhaldsfrændsystkini, Thelma og Ingi komu svo með á æfingu og voru súperdúperboltasækjar og stóðu sig með prýði. Sól var framan af á æfingunni, en eins og gerist jafnan á Íslandi kom haglél. Það var þó aftur komin sól þegar við hættum. Deginum var svo eytt í slökun yfir enska boltanum. Hvernig er hægt að eyða degi betur en það???

Á laugardagskvöld var svo mesta snilldarþorrablót sem ég hef nokkru sinni farið á. Margir af mínum bestu vinum voru þar og erfitt að finna betri leið að eyða laugardagskvöldi. Hákarlinn og sviðasultan var líka afar ljúffengt. Flestar vorum við mjög spakar um leið og kvöldið hófst, hjá Höllu (femin.is). Í Þróttaraheimilinu var svo mikið spjallað og dansað og veislustjórinn (kennslukona.is) stóð sig með mikilli prýði og stjórnaði teitinu eins og hún væri að kenna 3A í Verzló. Og fór létt með. Mikið var hlegið af bröndurunum (vissi ekki að Geiri væri með svona stórann!!!) og dagskráin keyrð áfram á tempói sem á góðri Þraukaraæfingu. Strákurinn kom svo sprækur af KSÍ-þingsdinner og dansaði við stelpuna. Lenti svo í að keyra nokkrar hressar í bæinn, en það var alls ekki slæmt (vona ég). Fór reyndar ekki á Hverfis með restinni af Þraukurunum, en frétti af miklu stuði og dansi á borðum. Þraukarar áttu efri hæðina. Beila ekki næst, lofa því.

Eldhress á sunnudagsmorgni (hádegi) og fór í bakarí. Strákurinn svo keyrður á flugvöllinn eftir svekkjandi ManU leik. Sé hann ekki fyrr en á föstudag. Grasekkja enn einu sinni. Snilldarkjúlli hjá mömmu og Einari og smá dekur þar. Alltaf gott að vera litla stelpan hennar mömmu þótt margir kalli mann "gamla" á æfingum. Skil það nú ekki alveg. Stelpan svo alveg tryllt, datt í tiltektarstuð - enda kominn tími til.

Hrós helgarinnar: Nokkuð mörg að þessu sinni en það verða að vera eftirfarandi þorrasnillingar: GunnInga, AnnaBjörg, AnnaMargrét, Bína, Bjarney, Fjóla, Gulla, HannaSigga, Halla, Hlín, Mist, Nanna, Óla, Sigga, Svava, TinnaR, TinnaS og Pála. Hinar sem ég hitti ekki fá líka lúmskt hrós. Þær hafa örugglega verið álíka hressar þótt ég hafi ekki verið vitni af.

fimmtudagur, febrúar 06, 2003

Auglýst er eftir teljara. Hann er horfinn af síðunni minni. Ekki þessa öfund þótt ég hafi verið komin vel á annað þúsundið. Skilið honum aftur. Takk.

Held að bloggæðið sé á hæsta punkti. Við bjóðum tvo nýja bloggara velkomna til starfa, þau Daða og Önnu Margréti. Endilega kíkið við hjá þeim.

Stelpan annars í miklu stúderingaverkefni í vinnunni. Er víst bundin þagnareiði. Þið verðið bara að bíða spennt eftir Mogga í næstu viku þar sem þetta mikla bókmenntarverk verður birt.

Annars er gaman að segja frá því að í heimsókn minni á heimasíðu Grímseyjar tók ég eftir því að fleiri hafa heimsótt Mist á blogginu heldur en alla Grímsey. Hversu sterkt er það af stelpunni.

Annars var virkilega góð æfing í gær. Mikil keyrsla og líka þónokkur skilningur. Stelpan þó eitthvað að pirra sig á þeim sem ALLTAF koma og seint. Hvernig er þetta hægt.

Hrós dagsins: Eyrún, að standa sig á æfingunni í gær.

Umorðað orð dagsins: Guð á þakkir skildar fyrir að hjálpa okkur að útbreiða þekkingu um Jesú. Það er sannkölluð sigurför að lifa með Guði. - Síðara Korintubréf, 2:14.

miðvikudagur, febrúar 05, 2003

Umorðað orð dagsins: Þeir sem trúa fá hjálp frá krafti Guðs í einu og öllu. Og það veitir ekki af.
Rómverjabréfið, 1:16.

Enn að drepast úr hori og höfuðverk.Þýðir ekkert að væla samt. Húsmóðurhlutverkið tekið alvarlega í gær. Þvoði þvott, tók til, skipti á rúminu og eldaði ljúffent kjúllapasta fyrir eiginmanninn en hafði að sjálfsögðu tíma til að horfa á mína menn í ManU salta Birmingham. Ekki slæmt kvöld. Skulda reyndar Hress, treysti mér ekki í gær.

Hrós dagsins: AnnaMargrét, Fjóla og Hlín fyrir að vera að ná sér að meiðslum.

þriðjudagur, febrúar 04, 2003

Þessi kuldi er nú alveg að fara með mig. Alveg að drepast úr beinverkjum, höfuðverk og slappleika. Er samt í vinnunni og læt mig hafa það. Ekki bætti úr skák að á Jóa Fel, þar sem ég eyddi hádeginu, var svoddan kuldi að ég borðaði með húfu og í úlpu. Ekki alveg að lúkka.

Frostæfing í gær. Græna liðið alveg að standa sig. Skrítið þar sem þrír markverðir voru í því liði. Spilið er samt alltaf skemmtilegt.

Hrós dagsins: Mist og Perla fyrir að standa sig þvílíkt á æfingunni í gær.

mánudagur, febrúar 03, 2003

Jæja, enn mánudagur. Það er nú alveg stórfurðulegt hvað þessar helgar fljúga frá manni. Gaman af því. Frábært bingó og gúff á föstudag með Þraukurum (orð sem Mist fann upp og mér finnst hrein snilld). Fór svo á Catch me if you can á laugardagskvöld og fannst bara nokkuð mikið til koma. Þótt DiCaprio sé ekki mitt uppáhald, leikur hann afar vel í þessari vel heppnuðu mynd sem er í senn ástarsaga, spennusaga, grínsaga og drama. Fór svo að dæmi Önnu Margrétar og keypti mér föt í Vero Moda (samt ekki alveg eins), tvennar buxur og peysu. Maður verður jú að lúkka.

Hrós dagsins: Hildur mágkona, fyrir góða uppörvun - alltaf.