Irisflotta.com

föstudagur, janúar 31, 2003

Umorðað orð dagsins: Ellefta boðorðið: Elskið hvern annan eins og ég hef elskað ykkur.

fimmtudagur, janúar 30, 2003

Búið að vera svo mikið að gera hjá mér í vinnunni í dag að ég hef varla litið uppúr verki. En það er bara gaman.

Sagan af bíllyklinum
Í gærkvöldi kom heldur óskemmtilegt atvik fyrir. Ég kom heim á fínu mözdunni minni á sama tíma og SiggiRaggi. Við fórum bæði inn. Síðan þegar ég var að fara á æfingu fann ég hvergi bíllykilinn. SiggiRaggi sagði mér því bara að fara á Toyotunni á æfingu sem ég og gerði. Síðan leitaði hann í klukkutíma af bíllyklinum svo hann kæmist sjálfur að æfa. Fann hann hvergi. Ég leitaði svo í annan klukkutíma þegar ég kom heim af æfingu. Fann hann hvergi. Úr varð að ég þorði ekki að læsa bílnum í nótt því þá þyfti ég að fá lögguna til að opna aftur ef bíllykillinn fyndist ekki. Ég, STEIK, gleymdi að taka sjúkratöskuna með mér inn. Í morgun þegar ég var svo að fara í vinnuna og tók húfuna mína voru ekki bara bíllyklarnir í henni, dóhhh!!! Ég fór út í bíl og þá var búið að ræna sjúkratöskunni (ég bý sko í villingaholti) og rústa öllu í hanskahólfinu og það var allt á gólfinu. Það var þó ekkert fémætt þar svo AÐEINS sjúkratöskunni var stolið. Ég var því frekar pirruð þegar ég fór í vinnuna í morgun. Hringdi í lögguna til að tilkynna, en þeir sögðu að ég þyrfti að koma og fylla út skýrslu. Ég nenni því nú ekki. Þannig að, ég, sem var nýbúin að versla í sjúkratöskuna tapa þar öllu.

Frábær æfing í gær. Allar stelpurnar að lúkka feitt og Jöri þokkalega að standa sig. Og koma svo...

Hrós dagsins: SiggiRaggi fyrir að vera ekkert pirraður út í mig þótt hann kæmist ekki á æfingu útaf því að ég týndi bíllyklunum.

Orð dagsins: Því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður — segir Drottinn — fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.
- Jeremía, 29:11.

miðvikudagur, janúar 29, 2003

Nú fer ég að verða afbrýðisöm. 100 manns hafa kíkt á síðuna hans SiggaRagga á einum degi. Hvað er í gangi??? Nei, nei, ég samgleðst honum innilega. Endilega kíkið á hann.

Ég fékk óvæntan tölvupóst í dag frá nöfnu minni sem var með mér í bekk í grunnskóla... villingaskólanum í Reykjavík - Fellaskóla. Hún er bara þvílíkt að standa sig í lífinu og mjög gaman að heyra frá henni. Ef þið viljið fræðast um hana nánar þá er hún með sína eigin heimasíðu.

Jörundur Áki, landsliðsþjálfari, er að koma á æfingu til okkar í kvöld. Það verður bara snilld að fá hann. Maður getur nú örugglega lært sitthvað af honum. Nú er bara að lúkka.

Boltasíðan alveg að lúkka. Mér finnst reyndar að fleiri mættu taka við sér og skrifa á hana.

Hitti Ingibjörgu Sólrúnu í dag útaf grenndarskógum. Hún virkaði bara vel á mig kellingin. Spurning um að kjósa bara Xi í næstu kosningum.

Hrós dagsins: Birna bestavinkona fyrir skemmtilegt símtal í gær og þar að auki örugglega það dýrasta fyrir hana í heila öld.

þriðjudagur, janúar 28, 2003

Hafið yndislegan dag, lífið er gott og það elskar þig!!!!

Stelpurnar að leggja sig þvílíkt fram í míluhlaupi í gær. Get ekki kvartað yfir því. Get þó kvartað aðeins yfir niðurstöðunum. Nei, nei, þetta er eins og við er að búast í janúar. Þolið kemur svo hægt og rólega. Engar áhyggjur stelpur mínar. Ég ætla ekki að koma ykkur í form á einum degi með DAUÐAhlaupum. Nei, nei, þetta kemur smátt og smátt og mest með boltann meðferðis.

Fór á mjög gott námskeið í gærkvöldi um mataræði. Námskeiðið stuðlar að því að fólk borði (hætti ekki að borða) fjölbreytta og góða fæðu. Ætla að reyna að fá fjárveitingu fyrir að fá þetta námskeið í boltann. Þetta er ein kvöldstund og maður lærir helling. Held að stelpunum veitti ekki af smá leiðbeiningum um mataræði. ÆÐI.

Hrós dagsins: Bjarney, fyrir að vera fyrst í Míluhlaupinu.

mánudagur, janúar 27, 2003

úps, gleymdi hrósi dagsins: SiggiRaggi fyrir megagóða hamborgara sem hann steikti á föstudagskvöldið.

Jæja elsku dúllurnar mínar. Tölvunörd númer 1 og 2 hafa sameinast við að setja upp sameiginlegt blogg fyrir Þrótt/Hauka. Þetta er náttúrulega BARA tær snilld og þakka ég Mist og Eyrúnu fyrir snjallræðið.

Ég er náttúrulega bara hamingjusöm þar sem "mitt lið," Tampa Bay sigraði örugglega í SuperBowl í gær. Þeir voru mjög flottir, sérstaklega þessi snöggi svarti. Hef ekki meira vit á þessu en það að ég veit ekki hvað hann heitir.

Nett helgi. Sjaldan slakað jafn vel á og borðað jafn mikið. Fór svo á allsvakalega stórmynd, The Transporter. Það var bara fyndið. Fín skemmtun. Flottur sixpack og það var nóg fyrir mig á þeim tíma.

SiggiRaggi eitthvað að updata sína síðu. Þið verðið eiginlega að kíkja á hana og skrifa í gestabókina hans.

Jæja, langþráð míluhlaup í kvöld. Hiddu er búið að kvíða fyrir í heila viku held ég. Spurning um að tilkynna það ekkert næst:-)

laugardagur, janúar 25, 2003

Stelpan komin með gestabók. Nú er bara að skrifa eitthvað fallegt.

Alveg að bilast á þessari tengingu hér heima. Blogga aftur í vinnunni á mánudag. Chill.

fimmtudagur, janúar 23, 2003

Stress. Moggi. Vakt. Matarleysi. Vöðvabólga. Stjórnmál. Feit bananakökusneið. Fótboltaleysi. Bestavinkonaíheimi. Markmannsþjálfun???

Hrós dagsins: eru tvö að þessu sinni. Mamma fyrir flottustu sms-skilaboð ever og Dagga fyrir spjall og bananaköku.

miðvikudagur, janúar 22, 2003

Held að rass og nef hafi frosið af mér í dag. Á svona dögum er ekki gott að vera í G. Lopinn virkar best. Veit það næst. Annars er stelpan bara þokkalega sátt við æfinguna sem fram fór í gær. GunnInga með nýstárlegar þjálfunaraðferðir, enda búin að eyða einhverjum milljónum og fjölda ára í að þjálfaramennta sig. Bara ánægð með hana.

Fáránleg fjölskylda sem ég er í. Öll vorum við, ég, Dagga, mamma og Einar í fríi á þriðjudagsmorgi. Einsi skrapp í bakaríið, við mæðgur töluðum kvennamál og röðuðum í okkur bakkelsi. Svona eiga alvöru fjölskyldur að vera. Játakkfyrirkærlega.

Fór svo og massaði mig þokkalega í Hress og hitti þar Ragnheiði og Perlu. Þær voru alveg að lúkka. Var að vonast til að sjá fleiri. Vonandi eru stelpurnar ekkert að beila á massapakkanum.

Noh, Björk bara komin með blogg. Til hamingju með það Svissari.

Hrós dagsins: Einar fyrir ljúffengt normalbrauð og fantafína skúffuköku.

mánudagur, janúar 20, 2003

Jæja, stelpan aðeins hressari í dag. Búin að finna lausnir við ýmiss konar vandamálum...

Júhú, fékk tölvu í gang heima í gær, þokkalega sátt. Komin með stóran skjá en enn með þokkalega LAME tengingu.

Hrós dagsins: Mamma fyrir að bjóða á Pizza Hut í hádeginu.

sunnudagur, janúar 19, 2003

Er í rusli. Hef ekki sofið síðan á laugardag. Töpuðum 10:1 eða eitthvað gegn 2. flokki Breiðabliks. Margt að. Tek hluta af þessu á mig. Ný taktík. Vörnin ekki alveg að lúkka né heldur restin af liðinu. Mist og vinstri kanturinn upp og niður það skársta. En við græddum heilmikið á þessu. Nú veit ég eftirfarandi: Við þurfum að vinna mikið í taktík og formi og verður það gert á næstunni. Þetta er þó bara byrjunin og við eigum eftir að bæta okkur helling. Nú liggur leiðin bara uppá við.

Vinnuhelgi dauðans: til miðnættis föstudag svo á herrakvöld Þróttar að hjálpa, 8-14 laugardag og 13-24 sunnudag. Er búin á því. Fór þó á Hard Rock í kvöldmat með að ég held manninum mínum, man ekki alveg hvernig hann lítur út svo ég er ekki viss um að þetta hafi verið hann. Einnig Hildur, Boggi Tvíbbarnir, Brynhildur og hin óendanlega ómissandi tengdó. Grísasamlokan að virka.

Tilkynning til Þróttara/Hauka: mánudaginn 27. janúar verður þolpróf á hlaupabrautinni í Laugardal kl. 18. Hlaupnir verða 4 hringir á hlaupabrautinni og reyna skal ná því á undir 6:30 mín. Miðvikudaginn 29. janúar kemur landsliðsþjálfarinn Jörundur Áki Sveinsson á æfingu og spjallar við okkur og þjálfar okkur.

Hrós dagsins: Siggi Raggi fyrir að veita mér áfallahjálp til 3 á laugardagsnóttina.

föstudagur, janúar 17, 2003

Enn er ég stödd í vinnunni. Held ég fari bara að koma með dúnsængina mína hingað. Neinei, en það er heldur betur skrítið að vera á svona kvöldvöktum. Stelpan ekki vön þessu og saknar æfinga hjá sínu kæra liði. Vonandi eru stelpurnar að standa sig þótt Coachinn sé ekki á svæðinu. Hef fulla trú á því. Þær eru örugglega að spretta í töluðum orðum.

Tók hrottalega á því í Hress í dag. Það góða við kvöldvaktir að það er hægt að æfa í Hress og það er nánast enginn þar. Ekkert smá næs.

Annars gerist lítið hjá mér þessa dagana, bara vinna, éta, æfa, sofa. Lífið er hringiðja.

Dímar, átti að fara á fund Borgarráðs í gær til að leysa annan blaðamann af kl. 20. Vissi ekkert hvað ég var að gera. Mætti niðreftir og þá var umræðunni akkúrat lokið. Ég andaði léttar og tók léttan hring í Ráðhúsi Reykjavíkur framhjá steinhlöðu mótmælenda og svo beint aftur upp á Mogga. Mikið var ég fegin:-). Fæ bara að fara næst.

Hrós dagsins: þú, lesandi góður fyrir að lesa bloggið mitt.

Duglegur dvergur í dag. Fór í ræktina í morgun og tók duglega á því. Eldaði svo hádegismat eins og góðri húsmóður sæmir fyrir manninn sem kom heim í hádeginu. Fór svo að útrétta með Thelmu frænku og svo á kvöldvaktina.

Einhver væll á æfingu yfir smá kulda. Skil það nú bar´ekki. Málið er alltaf að klæða sig eftir veðri. HALLÓ, McFly!!! Við búum á ÍSLANDI.

Hrós dagsins: Dagga systir. Fyrir að vera besta systir í heiminum.

miðvikudagur, janúar 15, 2003

Framtíðin er svo sannarlega tæknivædd, það er enginn vafi á því. Það hef ég uppgötvað nú þegar Ingi frændi sem er 8 ára og Thelma frænka sem er 11 ára eru bæði komin með heimasíður. Kíkið á með því að smella á nöfnin þeirra.

Jarðaför ömmu Laugu hans SiggaRagga var í dag. Mjög falleg athöfn. Nú er hún í góðu yfirlæti hjá Guði. Blessuð sé minning hennar.

Annars nóg að gera á Mogga, æfing í Egilshöll í kvöld þar sem megininntakið verður spil. Jibbí fyrir þær. Ég er að tryllast að fá ekki að vera með.

Hrós dagsins: Thelma og Ingi fyrir flottar heimasíður. Takið eftir slóðinni þeirra: ingiflotti og thelmaflotta, þetta er í ættinni:-).

þriðjudagur, janúar 14, 2003

Stelpan orðin blaðamaður. Farin að skrifa um skattamál, ferðamál, eggjamál og margt fleira. Hægt að lesa um allt og allt á Mogga sem aldrei lýgur. Skrítið að sitja fyrir framan tölvu allan daginn, en það venst örugglega. Reyndar nóg að gera, ekki bara lesa bloggera hjá öllum og öllum.

Þéttingur á æfingu í gær. Þær sem mættu verða í mesta og besta formi ever í sumar. Stefnt á Spánarferð yfir páskana. Þar verður sko æft af viti. Svava, enga strákaeltingaleiki!!!

Hrós dagsins: Mist fyrir að klára hlaup sem líkaminn þvertók fyrir. Andlegur styrkur stelpunnar í fyrirrúmi.

föstudagur, janúar 10, 2003

Birna alveg að meika það. Bara frétt um stelpuna á Trottur.is.

Annars bara létt æfing í gær. Gaman að vera komin aftur á völlinn þótt það sé frekar fúlt að geta ekki leikið með sökum hásinameiðsla. Það kemur þó. Enginn klobbaður en GunnInga tók netta klínu. Síðasta laugardagsEgilshallaræfingin á morgun. Það verður Keppnis-æfing. B ðer or b sqver.

Skellti mér svo í saumaklúbbinn Penar Pæjur þar sem kom í ljós að Ella (Elín Þórarinsdóttir) og Tryggvi eiga von á barni í júlí. Til hamingju frá mér.

Hrós dagsins: Ella og Tryggvi fyrir að fjölga í Hafnarfirðinum. Þeir þurfa á því að halda þar.

fimmtudagur, janúar 09, 2003

Hef ekkert komist inn í bloggið. Hefur það verið bilað eða??? Síðasti dagur í kennslu á morgun. Á eftir að sakna þessum dúllum.

Hörkufundur í gær. Stefnt á góða utanlandsferð yfir páskana. Lýst vel á það. Espanja hjír ví kom. Annars er stelpan farin aftur í hásininni. Byrjaði ögn of harkalega að æfa með hlaupum og látum. Verð víst að taka það rólega svo hún slitni ekki. Dóh.

Æfing í kvöld. Þetta er lífið núna, vinna, æfing, sofa. Geri ekkert mikið meira. Klobbaði reyndar tvær á æfingu í gær. Læt nöfn þeirra ekki upp hér.

Hrós dagsins: Nýtt sektarkerfi Þróttar/Hauka.

þriðjudagur, janúar 07, 2003

Bara létt æfing í gær. Enn með harðsperrur eftir hlaup á laugardaginn. Hvað er þjálfarinn að spá. Fundur kl. 19 í kvöld í Þrótti. Framhaldið rætt.

Síðustu dagarnir með krökkunum í 4.Í.E. Byrja á Mogga á mánudaginn.

Hrós dagsins: Hidda og Inga fyrir góð refsihlaup á æfingu í gær.

mánudagur, janúar 06, 2003

Komin aftur í gang - loksins. Byrjuð að vinna aftur og komin í rútínuna. Nú verður tekið harkalega við skriftir.

Búin að hafa það alltof gott, spila, chilla, vídeó, lyftingar og fleira skemmtilegt.

Eitthvað kvartað yfir æfingu á laugardaginn. Held það sé nú bara aumingjaskapur. Þetta var bara létt skokk.

Hrós dagsins: Daði fyrir að vera alveg að redda æfingaferðinni okkar.