Irisflotta.com

mánudagur, desember 30, 2002

Jæja, loksins vöknuð til lífsins aftur. Með tengingu DAUÐANS. Svo hæg að ef ég passa mig ekki gæti ég misst af áramótunum. Búin að hafa það ljúft eins og allir. Svo létt bústaðarferð hjá hjónunum. Þvílík afslöppun og ljúflegheit. Spilað til 5 í nótt, er eitthvað ringluð í hausnum af missvefni, en það reddast. Jæja meika ekki þessa tengingu lengur. Farin í ræktinga.

Hrós dagsins: GunnInga fyrir að vera þvílíkt að standa sig í Þróttaraflugeldum.

Munið að kaupa flugeldana hjá Þrótti.

mánudagur, desember 23, 2002

Ég óska mínum vinum og fjölskyldu innilega geðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Munið hvað jólin snúast um. Fæðingu Frelsarans!!! Guð geymi ykkur og blessi á þessari hátið ljóss og friðar.

laugardagur, desember 21, 2002

Komin í jólafrí og að tölvunördast heima. Fínt jólaball í skólanum í gær, bara gaman. Svo jólahangiket með 90 blindfullum kennurum. Það var gaman mjög.

Æfing í dag. Gaman gaman. Ekki hægt að sleppa Egilshöllinni. Stelpan bara rétt skriðin úr náttfötunum meðan Mist er búin að teikna eitt typpi og versla jólagjafir. Verð dugleg í kvöld.

Nýtt lúkk í gangi. Hanna Sigga gerði stelpuna flotta í gær. Ekki lengur jafn mikil ljóska og áður.

Hrós dagsins: Siggi Raggi fyrir að gefa mér heilt kíló af konfekti.

föstudagur, desember 20, 2002

Stelpan að meika það. Loks að fá frægð og frama á gamalsaldri. Tékkið á henni hér.

Hamingjusamur endir á Temp í gær. Frekar sátt. Öll pörin bara saman. En þá kom sjokkið, einn þáttur eftir. Bíða í eina viku enn og sjá hvað gerðist.

Nýr saumaklúbbur stofnaður í gær; Stellurnar en Stella þýðir stjarna á ítölsku. Flott nafn. Meðlimir eru allir fæddir síðar en 1978. Úrvalshópur. Ostar, Doritos, öl, rautt, spjall, íslensk knattspyrna, fóbrot Henrik Larssons og fleira. Nett kvöld.

Stellurnar: Íris, Birna, GunnInga, Hanna Sigga, Heiða, Hidda, Jóna og Bína.

Flott æfing í gær. Nett spil. Óla náttúrulega með vöðvabólgu dauðans. Anna og Fjóla að skora til skiptis og Birna að fleygja sér hægri vinstri. Ljúft að sjá hana á æfingu aftur.

Hrós dagsins: Stelpan sjálf fyrir að vera svona fræg í Hinni hliðinni.

fimmtudagur, desember 19, 2002

Herfilegur dagur í vinnunni. Börn ljúga, taka ekki til eftir sig, öskra og fleira. Farin að hallast að því að það sé rétt ákvörðun að hætt og fara á Mogga. Ekki eru foreldrarnir betri. VÁÁÁ. Mitt barn er best.

En ljúft framundan. Temp í kvöld og jólafrí hefst á morgun. jibbí og jei. Er ekki að nenna að skrifa jólakort. Sorrý vinir og vandamenn. Engin kort frá mér í ár.

Birna komin heim. Velkomin elsku dúllan mín.

Hrós dagsins: Siggi sæti.

miðvikudagur, desember 18, 2002

Risa lúkkdæmi framundan. Litun og plokkun í dag. Æfing og Temp á morgun og klipping og strípur á föstudag. Þó það nú væri. Það eru að koma jól.

Er búin að sitja sveitt við jólaföndur með krökkunum mínum. Ekki mín sterkasta hlið, en maður lætur sig hafa það.

Jólin þvílíkt að nálgast og Birna kemur heim í kvöld. Hlakka til að sjá stelpuna.

Nokkuð heilbrigt líf í gær. Fór að versla og eldaði mat eins og hver önnur húsmóðir. Svona er maður myndarlegur. Föndrar og eldar. Jamm.

Hrós dagsins: Birna fyrir að vera að koma loks heim.

þriðjudagur, desember 17, 2002

Allir gefi GunnIngu góðar hugsanir. Hún er að fara í síðustu prófin á fimmtudag.

And the countdown continues... 2 dagar í lokaþátt Temp. Ég og Hidda orðnar þokkalega spenntar. Látum bögg allra andúðsmanna Temp (sem fylgjast reyndar með í laumi) sem vind um eyru þjóta. Ætlum að hafa það verulega næs með osta og rautt.

Tilkynnti krökkunum það í dag og get því alveg eins sagt það hér. Er að hætta að kenna í Árbæjarskóla. Jamm. Stelpunni bara boðin vinna á innlendum fréttum á Mogga. Gat ekki neitað. Byrja einhvern tímann eftir áramótin. Er þetta rétt ákvörðun??? Kemur í ljós.

Birna antiTempari að koma heim á morgun. Ef hún verður með eitthvað bögg, verður henni hent útúr Maríubaugnum, ekki spurning. Hún er hvort sem er vön hitanum úti:-)

Fín æfing í gær. Flott spil. Samt ekki enn búin að finna flautuna með lyklunum mínum. Hér með lýsi ég eftir lyklum á bláu bandi með rauðri flautu hangandi á. Það er mjög mikilvægt að ég fái þessa lykla því ég þarf að borga stóra skuld ef ég finn þetta ekki... Hjálppppp. Síðasta æfing á fimmtudag svo jólafrí. Ég á eftir að sakna stelpnanna þvílíkt. Og þó, kannski ekki þar sem maður heyrir um einhver dúndur partý tveimur dögum OF SEINT. Hvað er í gangi???

Hrós dagsins: Stebbi sjúkraþjálfari fyrir að vera að ná þvílíkum árangri með hásinina á stelpunni. Stebbi: Ég fer ekki úr buxunum, þetta er hásinin.


mánudagur, desember 16, 2002

Flott helgi. Loks sett upp ljós í Maríubaugnum. Nú lýsum við upp allt hverfið. Jólagjöfunum pakkað inn og allt að verða klárt. Bara eftir að senda ÖLL jólakorin. Panikk.

Eins og góð kona benti á á sínum blogger er bókin íslensk knattspyrna 2002 komin út. GunnInga fer þar létt með fyrirsætuhlutverkið. Vá, ég held það sé ekki jafn mikil nærmynd af neinum öðrum í bókinni. Stelpan er þvílíkt að lúkka.

GunnInga og Óla, hva´að gerast. Ekkert blogg í viku????

Fyrir þá sem eru seinir að fatta... Klína er: Þegar boltinn strýkst með innanverðu marknetinu eftir skot frá einhverjum snillingi.

Ekki hrós dagsins: Kvikmyndin Ghost Ship. Mér líður enn illa eftir að hafa farið á hana. Vissi að ég hefði betur sleppt því. ÓGEÐ.

föstudagur, desember 13, 2002

Var ekki svikin af Temp í gær. Eitthvað mikið að gerast. Vááá. Það verður sko Temp partý í næstu viku þegar lokaþátturinn fer fram. Yeah babý.

Föndur þessa dagana í skólanum. EKKI mín sterkasta hlið. Fer þetta á skipulaginu.

Góða helgi kæru vinir. Stefnir í jólatónleika Sinfoníuhljómsveitar Íslands á laugardag. Júhú.

Hrós dagsins: Anna Margrét fyrir þvílíka klínu á æfingu í gær, þótt það hafi verið á móti mínu liði (mitt lið vann auðvitað).

fimmtudagur, desember 12, 2002

Loksins eru Þróttar/Haukastelpurnar komnar á skrið. Bjarney líka komin með blogg. Dugleg stelpa. Kíkið á það hér. Stelpan sem getur ekki mætt á æfingar því hún er alltaf að læra. Svo bara stofnar hún blogger. Jæja og já.

Flott æfing í gær. Nokkrar klínur teknar og Brúna liðið vann að lokum. Óla eitthvað að miða skakkt. Hefði ekki hitt í kú þótt hún hefði haldið í halann á henni.

Loks Temp í kvöld. Þarf á því að halda þar sem ég er karlmannslaus.

Hrós dagsins: Bjarney fyrir nýtt blogg.

miðvikudagur, desember 11, 2002

Ætlaði þvílíkt snemma að sofa í gær. Gekk ekki alveg upp. Var hjá Döggu í þvílíkt ljúffengum grjónagraut og endaði á því að tefla við Thelmu og Inga í 2 tíma. Vann sem betur fer. Horfði svo á Arsenik. Liðið getur ekki einu sinni skorað einum fleiri. Er þetta lið?

Fór upp í ból fyrir 23 en ónei, þá byrjaði síminn að hringja. Er í lagi með fólk? Hringja eftir 11. Svo ég sofnaði bara seint og er ennþá þreytt.

þriðjudagur, desember 10, 2002

Vá, ég trúi þessu ekki. Hidda loksins komin með blogspot. Tékkið á stelpunni á Hidda7.blogspot.com. Mikið var. Svo er hún líka komin með email: hidda7@hotmail.com. Þokkalega öflug.

Enn með hausverk eftir þvílíkan dag í gær. Samt mjög góð æfing í gær - sátt. Var að klára að vinna, búin að vera hér í steikta 9 tíma. Ætla beint heim, undir sæng með hina frábæru bók sem ég er að lesa: Barist fyrir frelsinu.

Ekkert að því að ofmetnast af Man Utd. Ekki búið að gleðjast mikið yfir þeim undanfarið. Komin tími til. Um leið og þeir fara að sýna sitt gamla form fara Arsenal og Púlarar að væla. Getur verið.

Fegin að Mist sé enn á lífi. Aumingja Míkran litla.

Hrós dagsins: Hallveig samkennari minn, fyrir þvílíka prófgerðartörn nú áðan.

mánudagur, desember 09, 2002

COME ON YOU RE-EDS!!! COME ON YOU RE-EDS. Yeah babý. Alveg vissi ég þetta. Arsenal og Liverpool afgreidd á innan við 8 dögum. Ekki slæmt.

Massahelgi. Keypti nær allar jólagjafirnar. Ekkert öðruvísi. Æfingaleikur á laugardagsmorguninn gegn Breiðabliki. Vill ekki ræða hann. Ok, við töpuðum, en ekki orð meira. Heimilið orðið pínu jólalegt og fínt.

Pakki dauðans í dag: vinna, sjúkraþjálfun, fundur, Hress og æfing. Kem heim um 11 og missi af survævor. dó.

Strákurinn út aftur í dag. Stelpan ein heima fram á föstudag. Það er aldeilis.

Hrós dagsins: Dagga og Thelma fyrir þvílíka jólagjafaverslunarferð í gær.

föstudagur, desember 06, 2002

Jæja, stelpan fékk bara fullt af pökkum. Man Utd. búninginn m.a. Dí hvað ég mæti í honum á æfingu eftir að United vinnur Arsenal á morgun. Liverpool og Arsenal á innan við 8 dögum. Ekki slæmt.

Fámennasta æfing frá upphafi í gær. Allir þykjast vera í einhverjum próflestri. Held það sé bara bull. Tókum fínan þrekhring þar sem Jóna setti nýtt armbeygjumet: 38 kvikindi í röð. Toppiði það. Svo kíktum við á mörkin frá HM kvenna 99. Ekki slæmt.

Náði lítið að einbeita mér að Temp. Síminn alltaf að bögga mig. Ingunn hafði þó vit að hringja meðan auglýsingarnar voru en ekki Eyrún. Eyrún, hva´varsta pæla???

Hrós dagsins: Anna Margrét, Anna Björg, Óla, Fjóla, Jóna, Nanna, Íris, Daði, Kolla, Bína, Eva Sif, Gulla, Mist fyrir að mæta spræk/ar á æfingu í gær.

fimmtudagur, desember 05, 2002

Jæja, stelpan á bara afmæli í dag. Takk þið sem hafið munað eftir því. Mætti með 6 poka af örbylgjupoppi, kex og svalakassa í kennsluna. Fékk fullt af pökkum frá krökkunum og kort sem stóð á að stelpan væri besti kennari í heimi. Sammála.

Nýr þjálfari hefur verið ráðinn mér til aðstoðar. Daði Rafnsson er hinn nýi liðsmaður Þróttar/Hauka. Hann stóð sig vel á fyrstu æfingunni og var bara ekkert klobbaður. Velkominn til starfa Daði minn. Fín æfing annars. Anna Margrét tók nokkrar klínur.

Klína: Þegar boltanum er skotið í bláhornið á markinu þ.a. hann smyrjist inn í netið svo að markvörðurinn eigi ekki séns.

Hrós dagsins: Krakkarnir mínir í 4.ÍE fyrir að koma mér næstum til að gráta á afmælisdaginn með krúttlegum kveðjum og láta mig standa uppi á borði og syngja fyrir mig afmælissönginn.

miðvikudagur, desember 04, 2002

Mist þurfti enn og aftur að redda stelpunni. Hvað væri bloggið án hennar. Mist er 18 ára snillingur í dýpstu skilningu orðsins.

Tók sæmilegan vinnupakka í gær. Var í vinnunni frá 8-7 geri aðrir betur. Eftir að berjast við Excel í klukkutíma gafst ég upp og setti mætingu boltastelpnanna upp í powerpoint. Úh, the power. Eldaði svo í fyrsta skiptið í held ég 3 vikur. Við Siggi Raggi erum nefnilega aldrei heima á matmálstíma. Hittumst vejulega um 11 leytið á kvöldin. En í gær var bara ljúffengt pasta uppúr 10, bara þokkalega skikkanlegur tími.

Búin að horfa á 8. seríu Friends. Nú þarf ég að bíða í heilt ár eftir þeirri níundu. dó.

Hrós dagsins: Mamma mín fyrir að vera að klára enskunámskeiðið með algjörri snilld.

þriðjudagur, desember 03, 2002

Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli hún Birna
Hún á afmæli í dag.
Innilega til hamingju vinkona.

Mist er bara snillingur. Reddaði blogginu mínu í gær eftir að það var komið í algjöra steypu. Þú ert æði.

Yndislegt veður á æfingu í gær. Bara spilað. Pakkinn var þéttur og mikið hlegið. Missti af survævor en Mist tók það upp. Fæ að sjá það á morgun.

Nýjar fréttir komnar inn á Þróttur.is. Kíkið á.

Hrós dagsins: Birna afmælisbarn og Mist tölvunörd.

mánudagur, desember 02, 2002

jæja þá er þetta komið.

ó nó, þetta er alveg að fara með mig.

jæja, er þetta komið núna???

Hvað er að gerast???

Mist eitthvað að reyna redda lúkkinu á stelpunni. Er alveg týnd í þessu öllu.

Er að reyna að koma inn teljara. Alveg að rústa lúkkinu.

Góður dagur í gær. Siggi Raggi átti afmæli. Til hamingju elskan. Bæði Þróttur og Haukar unnu alla leiki sína á Íslandsmótinu innanhúss og leika því bæði í 1. deild á næsta ári. Frábært!!!