Irisflotta.com

föstudagur, nóvember 29, 2002

Þéttingur á æfingu í gær. Hörku keppni. Read all about it á Mistarbloggi. Hélt að Óla ætlaði í mig. Slapp sem betur fer. Auðvitað unnu mestu snillingarnir í rauða liðinu.

Temp loks í gær. Bara alltaf pirraðri og pirraðri, vill vita meira. Þarf eiginlega að fá alla þættina bara á spólu svo ég geti horft á þá alla í röð eins og Friends. Siggi Raggi traustur. Keypti 8. seríu af Friends á DVD úti. Nú verður glápt. Þetta fullkomnar safnið.

Hidda klikkaði í gær og var ekki komin heim. Stelpan horfði því alein á Temp. Hidda snögg að bjarga því og hringdi beint á eftir. Maraþonspjall um Temp, Þrótt/Hauka ofl. Vorum sammála um að Þróttur/Haukar eru með hörkulið fyrir næsta sumar.

Kíkið á Íslandsmótið á sunnudag á Ásvöllum. Fyrst keppa Þróttarar 10-13 og svo Haukar 14-18.

Svava djúpa komin með blogg. Tékkið á því hér.

Hrós dagsins: eru tvö að þessu sinni: Í fyrsta lagi Siggi Raggi fyrir að kaupa 8. seríu af friends og í öðru lagi Hidda fyrir gáfumannslegar umræður um Temp.

fimmtudagur, nóvember 28, 2002

Nett æfing í gær. Stelpan beilaði. Þjálfaði bara. Hásinin eitthvað að böggast. Fínt að fylgjast með frá hliðarlínunni. Þéttur pakki framundan. Fimm dagar í röð í boltanum. Desember verður bar léttur.

Loksins Temp í kvöld. Komin með þvílíku fráhvarfseinkennin. Spuring um að fara yfir til Hiddu og horfa á þetta þar yfir snakki.

Hrós dagsins: Eyrún fyrir að taka að sér skrif á trottur.is

miðvikudagur, nóvember 27, 2002

Búin að þekkja Ingva of lengi, er orðin algjör stress.is sjálf. Var að klára að gera æfingaáætlun fyrir desember, mætingalista í Hress, skipuleggja Íslandsmótið innanhúss og allt.

Fínn fjölskyldupakki í gær. Borðaði hjá mömmu, dýrindiskjöt og hjálpaði henni með enskuna og Inga með stærðfræðina. Ef ykkur vantar hjálp, ekkert mál. Það er hvort sem er ekki nóg að gera hjá mér.

Uppgötvaði í gær þennan baðfíling sem Hidda og GunnInga eru alltaf að tala um. Mjög ljúft. Tók símana með mér, en nennti ekki að hringja neitt.

Hrós dagsins: GunnInga því hún er að redda bara öllu sem viðkemur Þrótti/Haukum þessa dagana og er ekki orðin alveg brjál á endalausum óskum frá mér.

þriðjudagur, nóvember 26, 2002

Stelpan engan veginn að standa sig. Ekkert blogg í 3 daga. Bæti hér með úr því. Helgin ljúf. Fylgdist með innanhússmótinu í knattspyrnu. Við að spila næstu helgi. Tökum´etta. Svo er pakkinn tekinn við. Slatti að gera sem ég ætla ekki að telja upp. Missti meira að segja að Survævor í gær vegna anna. hafði ekki einu sinni tíma til að horfa á upptökuna. Hvara gerast? Var samt EKKI klobbuð á æfingu í gær, þrátt fyrir margar tilraunir.

Anna Björg og Mist komnar inná Þróttarasíðuna. Vonandi sáttar. Alltaf verið að bögga mann yfir þessu. Kort í Hress í gær. Nú verður farið að massast.

Strákurinn úti og stelpan ein í kotinu. Nýti tímann vel.

Hrós dagsins: KSÍ fyrir að vera búnir að bæta Haukum við nafn liðsins á heimasíðunni. Þetta heitir Þróttur/Haukar, en ekki bara Þróttur.

föstudagur, nóvember 22, 2002

Siggi Raggi þvílíkt að standa sig. Kíkið á hann í hinni hliðinni þar sem hann talar um flottar knattspyrnukonur.

Rok á Ásvöllum í gær, þvílíkt sjokk, hélt það væri alltaf logn þar. Hvað er að gerast??? Fín æfing samt. Hissa að hafa ekki týnt boltum eftir skrítna skotæfingu. Spurning hvort það þurfi að vinna meira í þessum atriðum.

Temp féll niður í gær. Þvílík sorg. Einhver glötuð Herra Ísland keppni sem ég nennti ekki einu sinni að horfa á. ALVEG!!! Sigurvegarinn er samt alveg sætur (ok, ég horfði á úrslitin).

Kíkið á Djúpu laugina í kvöld. Þar mun Þróttur/Haukari reyna sig. Gangi þér vel Svava!!!

Bjart framundan. GunnInga og Hidda stefna á æfingu á morgun. Þeirra hefur verið sárt saknað. Ljúft.

Hrós dagsins: Siggi Raggi fyrir að velja sanngjarnt í vali fallegustu knattspyrnukonu landsins.

fimmtudagur, nóvember 21, 2002

Léttur fundur á æfingu í gær. Búið að kjósa leikmannaráð og fjáröflunarráð. Stefnum ótrauðar á útlandið yfir páskana. Annars þéttur pakki. vinna, heimsókn, æfing, sofa. Spennandi líf þessa dagana. Stelpan lét klobba sig þvílíkt á æfingu í gær. Deildarkeppnin þvílíkt að sýna hverjir eru að standa sig í 1:1.

Mist eitthvað sár að hafa ekki verið boðin í partýið síðustu helgi. Það er svona þegar maður mætir ekki á æfingar þá missir maður af því þegar tilkynnt er í partýin. Dahhh. Knús til Mistar, ekki illa meint-:)

Temp loks í kvöld. Verð samt örugglega fyrir vonbrigðum eins og venjulega. Horfi samt.

GunnInga alveg að tapa sér í stjórnmálaumræðum. Ég held hún þurfi að fara að útskýra grundvallaratriði hvers flokks á bloggernum sínum til að útskýra fyrir okkur hinum, stelpunni, Hiddu og fleirum.

Eyrún alltaf í sundi með einhverjum töffurum. Hvernig væri að birta mynd af þeim. Og Ingvi, hvað var hann að gera niðrí Þrótti rúmlega 10 í gærkvöldi. Chilla???

Hrós dagsins: 4.ÍE fyrir að búa til heilt sólkerfi á einum degi.

þriðjudagur, nóvember 19, 2002

Alltaf kemur Eyrún á óvart. Stelpan búin að vera með blogg í lengri tíma og ekkert að segja manni frá því. Tékkið á því hér til hliðar. Stelpan samt ekki sátt að hafa ekki tengil inn á flottu síðuna.

Hrós dagsins: Leynivinurinn minn en það er leynivinarvika í gangi í Árbæjarskóla.

Bara eins og vorveður á æfingu í gær. Stelpunni varð alltof heitt í rauðu sokkabuxunum. Ekki hægt að kvarta þó meðan veðrið er svona, heldur bara njóta þess. Þvílík sprenging á æfingunni í gær, 27 stelpur. Svona á þetta að vera. Fer að styttast í aðstoðarþjálfarann, það er sko engin spurning. Leggst bara vel í stelpuna.

Töffarinn frá NYC fékk bara að fjúka í gær í survævor. Hvað er að gerast, enginn að blaðra um það á blogginu sínu???

mánudagur, nóvember 18, 2002

Ljúf helgi. Svaf út báða dagana og er alveg úthvíld á mánudegi. Út að borða fram og aftur. Á Si Senor á föstudagskvöldið með tengdafjölskyldunni og Hard Rock á laugardag með bestu systur í heimi. Létt fótboltapartý á laugardagskvöldið. Stelpan þvílíkt stabíl, kíkti bara aðeins til að segja hæ. Komið frekar mikið stuð í mannskapinn. Æfing í góðu frosti á laugaradag. Þokkalegt. Stelpan vann í heimsmeistarakeppni og allt. Sátt. Fór svo ekki útúr húsi í gær. Fannst hreint ekki veður til þess. Endaði svo helgina á að horfa á Spiderman, jahú.

Var á fullu í gær að gera aukaherbergið tilbúið heima. Birna að koma heim um jólin og fær þá herbergi hjá mér ef hún vill. Hún bara komin með atvinnumannalið þarna úti. Búin að fá nýtt nafn, Carolina Ortega.

Hrós dagsins: Birna fyrir frumlegt nafn.

föstudagur, nóvember 15, 2002

Vonbrigði í Temp í gær. Alltaf draga þeir góða stöffið lengur og lengur. Sumir náðust þó með buxurnar á hælunum. Hidda frekar ósátt.

Fín æfing á Ásvöllum í gær. Frí í dag, hvað er að gerast. Fór á "One Minute Photo" í gær. Kom skemmtilega á óvart. Át tvo lítra af poppi.

Hrós dagsins: Mist fyrir að flytja í nýtt húsnæði, til hamingju stelpa.

fimmtudagur, nóvember 14, 2002

GunnInga eitthvað ósátt við að fá ekki að stjórna heiminum. Hún verður að finna leið til að breyta því.

Hrós dagsins: Ólöf í 4. Þ.E. fyrir að syngja þjóðsönginn án undirleiks fyrir framan 60 nemendur.

Stelpan komin með aðgang að Þróttarasíðunni. Kíkið á tengilinn hér til hliðar. Á næstunni munu birtast skemmtilegar upplýsingar um mfl. kvenna í Þrótti/Haukum.

Loksins fimmtudagur. Stelpan og Hidda búnar að bíða spenntar í heila viku eftir Temp. Lofar góðu í kvöld. Verðum klárar með súkkulaði og græjur.

Fyrsta æfingin í Dalnum í gær. Ekkert spes grasið þar - svona 10x of hart. Við hörkum það af okkur.

miðvikudagur, nóvember 13, 2002

Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Óla
hún á afmæli í dag

Til hamingju dúllan mín.

Er alveg að sofna. Ætla að skella mér heim að leggja mig. Horfði á Survævorinn í gær í endursýningu. Kom þokkalega á óvart. Loksins æfing í Dalnum í kvöld.

Hrós dagsins: Emil Erlingur (í 4.ÍE Árbæjarskóla) fyrir að snúa bandýkylfunni óvart öfugt í íþróttatíma og hitta samt boltann. Kom mér til að hlægja óendanlega.

þriðjudagur, nóvember 12, 2002

Stelpan bara hress í dag. Fín æfing í gærkvöldi með danska snillingnum Per Rud. Annars þokkalegt stress.is að vinna, undirbúa æfingu og þjálfa. Missti af survævor og horfi á endursýningu í kvöld. Það er greinilegt að ég á líf aftur, bara farin að missa af uppáhaldssjónvarpsefninu mínu. Engin æfing í dag og því ætla ég að versla í fyrsta skiptið frá því ég byrjaði að þjálfa og jafnvel elda...hver veit.

Hrós dagsins: Thelma Dögg(11 ára) sem er komin með hotmail og msn. Skora á hana að opna blogspot.

mánudagur, nóvember 11, 2002

Mist á sér ekkert líf, það er ljóst...tékkiði á þessu...
Iris%20Flotta
Hvada tjalfari ert tu? (I trotti)

brought to you by Quizilla

Stóra systir á afmæli í dag. Til hamingju Dagga mín...

Mót allan gærdaginn. Gekk bara ágætlega. Tek nokkra góða punkta út úr þessu þrátt fyrir 7. - 8. sætið. Við í Þrótti/Haukum ætlum að stefna hátt. Sættum okkur ekki við að tapa. Þetta þjappaði hópnum vel saman og nú er ég búin að læra nöfnin á öllum. Bara nokk gott. Var með tvo flotta liðstjóra í síðasta leiknum: GunnIngu og Mist. Stóðu sig frábærlega, GunnInga samt betur þar sem hennar lið vann þrátt fyrir þvílíkan leftara frá stelpunni upp í sammarann.

Var í fríi á laugardag. Í sjokki. Utd tapaði fyrir erkiféndunum. Dagurinn var ónýtur. Þangað til ég vann Thelmu, Inga og gerði jafntefli við Sigga Ragga í keilu síðar um kvöldið og svo snæðingur á Ruby Tuesday, nokk ljúft. Við skötuhjúin tókum bara netta "útaðborða" helgi og fórum á Ítalíu í gær og svo á Sweet home Alabama í bíó, ljúf mynd - einmitt það sem ég þurfti eftir vikuna.

En nú er mánudagur og yndislegu börnin mín í 4.Í.E. bíða spennt eftir mér. Farin að kenna. Blehh!!!

Hrós dagsins: Dagga systir fyrir að vera orðin 32Taktu prófið sem best lýsir þér kynferðislega... Quiz

föstudagur, nóvember 08, 2002

Til hamingju Óla. Loksins stóðst þú áskorunina. Komin með blogg. Orðin alvörukona. En afhverju ola69. Kíkið á stelpuna hér til hliðar.

GunnInga að sigra heiminn. GunnInga er þokkalega að meika það á þessu stjórnmálanámskeiði sínu. Hún er að fara að afnema skatta. Dí hvað mér lýst vel á það. Kjósið GunnIngu. XGunnInga.

Frekar ósátt. Gerðist nákvæmlega ekkert í Temp í gær. Í staðinn sýndu þeir þvílíkar myndir frá næstu viku sem allt á eftir að gerast í. Þetta er ekki sanngjarnt. Nú þarf maður að bíða í heila viku. Dóh.

Er að verða eins og Ingvi. Algjört stress.is. Vinna, plana æfingar og æfingar er það eina sem ég geri. Kennslan alveg að sitja á hakanum þessa dagana. Aumingja vesalings nemendur mínir. Þau sögðu samt í dag að ég væri besti kennari í heimi, með fallegt bros, fyndin, með fallegt hár. Kennarasleikja, neih það getur ekki verið. Ég er ekki með svoleiðis nemendur hjá mér. Ég er bara með alvörukrakka.

Ég man ekki, bý ég ein, eða með einhverjum? Hef amk ekki séð neinn annan á heimili mínu undanfarið. Siggi Raggi orðinn enn meira stress.is en ég. Er að vinna núna 4. helgina sína í röð. Hver sagði að lífið væri leikur einn? Skjótum hann-:)

Hrós dagsins: GunnInga fyrir að afnema skatta

fimmtudagur, nóvember 07, 2002

Mætt í vinnuna aftur. Fersk. Verkefnin hlaðist upp. Verð að fara yfir verkefni barnanna fram á nótt. Tók þó slurk í gær og þreif íbúðina þrátt fyrir að vera þokkalega slöpp. Eldaði svo A´la Íris Chick Fajitas. Bíð spennt eftir Temp í kvöld. Mist kom með fína hugmynd um íslenska útgáfu sem á að gerast út í Viðey. Leyst þokkalega á það.

Datt í Sideline Orginizer í gær. Þétt þjálfaraforrit. Verð súperskipulögð. Valin skipulegasti þjálfari úvalsdeildar kvenna næsta sumar, vitið bara til. Fráhvarfseinkenni í gær. Hitti engan úr boltanum. Engin æfing. En þetta reddast með æfingu í kvöld. Æfing annað kvöld - pælið í því, æfing á föstudagskvöld kl. 21. Mót allan sunnudaginn. Létt með það.

GunnInga á kafi í pólitík og Hidda í hnefaleikum. Hvernig geta þessar tvær verið vinkonur?

miðvikudagur, nóvember 06, 2002

Jæja, bara lasin heima annan daginn í röð. Komst á netið með herkjum. Tengdi fartölvuna í samband öðru megin í stofunni og símasnúruna hinum megin. Sit svo á miðju gólfinu með tölvuna í fanginu. Ekki koma í heimsókn. Þið gætuð fallið um snúrurnar.

Þróttur/Haukar bara að slá í gegn - miðsíðufrétt í Mogga. Og undirbúningstímabilið rétt að byrja. Bíðið bara þar til alvörutímabilið byrjar. You only play as good as you look. Fyrsta mót liðiðsins á sunnudag. Grandmót FH. Við fáum meira að segja að senda tvö lið til þátttöku. Ekki slæmt. Búið að samþykkja okkur bak og fyrir hjá KSÍ. Ofsa keppni æfingum - sátt við það. Allir að sanna sig fyrir nýja þjálfaranum.

Shi Ann fékk að fjúka í Survævor. Sátt.

Ætla aftur í vinnuna á morgun - dauðleiðist svona heima.

Hidda gat ekki sitið á sér og tók þátt í annarri hnefaleikakeppni þrátt fyrir brákað kinnbein. Því bólgnaði hún öll upp aftur og kemst ekki á boltaæfingu í bráð. Annars mikið um meiðsli og veikindi: GunnInga, Eyrún, Bína, Óla. Hvað er að gerast stelpur?

mánudagur, nóvember 04, 2002

Formlegheit.
Formlegheit er eitthvað sem þarf að nota þegar maður skrifar nefndum og öðru slíku. Stundum þarf maður að taka það fram hver maður er, þ.e. þjálfari, leikmaður, kennari, eða bara Írisflotta. Jamm.

Búin að vera á þjálfaranámskeiði alla helgina þar sem heilinn brann yfir. Þvílíkt námsefni og þvílík keyrsla. Ég lærði þó margt sniðugt sem nýtist mér við píningar á stúlkunum mínum í Þrótti/Haukum. Ingvi var með mér. orðið stress fékk dýpri meiningu fyrir mér. Að það sé hægt að dotta, redda æfingu með sms-i, redda æfingaleik með sms-i, glósa, borða og chilla, allt á innan við 10 mínútna kafla finnst mér ótrúlegt. En þvílík fjölhæfni.

Fyrsta æfing með stelpunum mínum var sl. fimmtudag. Gekk bara ótrúlega vel. Gott tempó, góðar stelpur. Nú verður tekið á því. Fjórum sinnum í viku og ruslþáttaáhorfi mínu í sjónvarpi lokið í bili.

Þetta var nú ekki mikið vetrarfrí. Fim: skipuleggja þjálfun, fös, lau og sun: þjálfaranámskeið. Birti þó aðeins yfir mér að spjalla við Birnu í hálftíma í gær. Hún er að lifa á Spáni. Og þá er það kennslan sem tekur við. Níu ára börn eru mjög fersk á mánudagsmorgnum svo ég þarf að koma mér í gírinn.