Irisflotta.com

fimmtudagur, október 31, 2002

Þá er fyrsti fundur og fyrsta æfing Þróttar/Hauka í kvöld. Loksins fæ ég að stjórna einhverju aftur. Þéttur kuldi úti, vísar á góða byrjun liðsins.

Er í vetrarfríi. Samt upp í skóla í allan dag. Það þarf víst eitthvað að gera annað en mæta bara og stjórna á æfingum. KFC í hádeginu með bestu systur í heimi.
Kvöldið verður fullkomnað með Temp. Lítur út fyrir að það verði líf í tuskunum þar.

Hrós dagsins: Siggi Sv. fyrir frumlegasta frasann: "Þetta er allt í vinnslu."

miðvikudagur, október 30, 2002

Stór dagur hjá Maríubaugshjónunum í gær. Skrifuðu bæði undir nýja samninga. Siggi Raggi framlengdi um 2 ár hjá KR og ég skrifaði undir 2 ára þjálfarasamning við Þrótt/Hauka. Fyrsti fundur sameiginlegs hóps er á fimmtudag kl. 18:30 á Ásvöllum. Svo er æfing í kjölfarið. Spennandi dæmi. Við ætlum að standa okkur þvílíkt. Lifi Þróttur!!!

þriðjudagur, október 29, 2002

Erfiður mánudagur að baki og vetrarfrí framundan. Já, frí á fimmtudag og föstudag. Svona er að vera kennari. Vetrarfríið verður notað í að skipuleggja komandi tímabil hjá Þrótti/Haukum. Endalausir fundir í gær og vonandi krota ég nafnið mitt á samning í kvöld.

Datt í survivor í gær. Fegin að vera laus við Robb, leiðindargaur sem var bara að reyna að bjarga sér með einhverri væmni á síðustu stundu.

GunnInga að lúkka enn meira með nýju húfuna á Keppnis. Hidda lúkkar örugglega með henni. Er enn með bólgið andlit. Hidda lýsti því yfir við mig í gær að hún ÆTLAR sér að ekki bara spila í úrvalsdeild með Þrótti/Haukum, heldur stefnir hún ótrauð á landsliðið. Engin pressa. Verður gaman að sjá Þróttaragengið í kvöld. Mist þykist vera veik, er hrædd um skot útaf reitarbolta. Flýr bara. Hélt hún væri meiri persónuleiki en það.

Ýmis meiðsli hafa komið í ljós í kjölfar ferðar gamla Valsgengisins. Meiðsli í hálsi virðast vera þau algengustu. Einnig virðast krampar í kálfum hafa ollið óþægindum. Er þetta fólk í nægilega góðu formi?

mánudagur, október 28, 2002

Þróttarabarn!!!
Til hamingju Hanna Sigga og Palli með dótturina... Það er opinbert, Palli kann bara að búa til stelpur. Ekki verra að fá eina Þróttarastelpu til viðbótar í hópinn!!!

Fór í sveitasæluna hennar Svölu í Dölunum um helgina. Gamla Valsgengið (þótt Valshjartað sé hætt að slá hjá sumum). Yndislegt. Keyrðum út úr bænum eftir hádegi á laugardag og er við komum að bröttu brekku tók vetrarríkið á móti okkur opnum örmum. Sem betur fer fór flotta græna Toyotan á vetrardekkin þá um morguninn svo þetta kom ekki að sök nema stelpan er orðin soddan kelling að hún keyrði á 40 í hálkunni svo við vorum 2 1/2 tíma á leiðinni. Það var í góðu þar sem félagsskapurinn var til fyrirmyndar. Svala húsmóðir tók vel á móti okkur með heitu kaffi með engri mjólk. Það var í góðu. Lengi var spjallað þar til restin að hópnum bættist við. Gengið sem mætti og fékk sér lefsukökur voru: Svala, Bergljót, Anna Sigga, Ella, Dóra, Þóra, Kolla, Úlla og svo auðvitað stelpan sjálf. Snilldar Burritos a´la Svala slógu í gegn og potturinn var "heitur." Þrátt fyrir háan aldur sumra fékk stelpan þær í þokkalegan dansfíling þar sem hvert einasta lag var það allra besta í heiminum þá stundina. Furðulegri blanda af tónlist hefur sjaldan heyrst. Þær voru ekki alveg að gúddera danstónlist stelpunnar, en þær verða vonandi búnar að melta þetta á næsta ári. Náði að halda þeim vakandi til 4 með spjalli um peninga, hamingju, ættleiðingar, fótbolta og fleiru. Gengið vaknaði misferskt, Úlla á einhvern óskiljanlegan hátt ferskust. Stelpan, Dóra og Ellu stungu svo af eftir morgunmat til að sleppa við tiltektir og það tókst ofsa vel. Í alla staði vel heppnuð ferð þar sem SAMVERA var lykilorðið. Vá, þetta eru yndislegar og skemmtilegar stelpur og virkilega gaman að eyða tíma með þeim aftur. Sárs saknað var: Birnu, Guðbjörgu, Beggu Jóns og Tinnu Grétars.

Hrós dagsins: Svala fyrir að bjóða upp á bústað með uppþvottavél, nóg af rúmum, dýnum og sjálfhreinsandi þjónustu:) og endalausa jákvæðni.

föstudagur, október 25, 2002

Loks lítur út fyrir smá bolta. Sameining Þróttar og Hauka í kvennabolta orðin að veruleika. Staðfest er að það verður æfing í Egilshöll á þriðjudag kl. 20-21 á heilum velli. Ljúft. Nú verður ekki aftur snúið, bara að hella sér útí djúpu laugina. Ætli það sé hægt að kenna þessum stelpum eitthvað í fótbolta? Það verður bara að koma í ljós. Til að eiga séns í Símadeild verður Mist að verða betri í reit, Hidda massaðri í kringum andlitið, GunnInga meira buff, Óla liprari, Jóna meira keppnisskap, Sigga þarf að verða eins og mannýgt naut, Bína þarf að stækka, Anna læra að skora, Tinna hlaupa hraðar, Habbý verða brúnni, Björk raka sig oftar, Eyrún hætta að öskra, Heiða Sól hætta að mæta á æfingar, Íris klobba oftar.

Sáuð þið Temptation? Clinton á þokkalega eftir að halda framhjá...

fimmtudagur, október 24, 2002

Kíkið á Clinton í Temptation Island!!!

Stelpan í bolta í kvöld. Taka kennarana og klobba þá hægri vinstri. Eyja freistinganna svo í kvöld. Lítur út fyrir gott sjónvarpskvöld framundan.

já, og eitt enn, Lifi Þróttur!!!

Gleymdi: Þið sem nennið að koma hér inn. Þið eruð best og ég elska ykkur-:)

Smá fréttir af vinunum...
- Birna að hella sér út í atvinnumennsku í djammi á Spáni, lýst vel á stelpuna. Býr með svaka töffara en lætur sér nægja að daðra.
- GunnInga að slá í gegn á keppnis-bílnum, líka í stjórnunarstörfum svo og námskeiðum. Er að spá í framboð fyrir Samfylkinguna.
- Mist í aukaæfingum í reitarbolta. Ætlar að koma sterk inn í nóvember þegar við byrjum að æfa. Neitar að vera slökust í þessu þrátt fyrir að vera markvörður
- Hidda farin að æfa hnefaleika. Fannst hún líta flott út eftir höggið í boltanum, fannst boltinn í kjölfarið ekki nógu harður. Fyrsti bardaginn hennar verður gegn dóttur Ali í desember. Ég læt nánar vita af því
- Jóna að dúxa í skólanum. Ætlar víst bara að taka þetta með vinstri eftir áramót og klára tveggja ára nám á einni önn.

Ákváðum loks í gær að fara að hengja upp myndir. Hálft ár síðan við fluttum inn og enn engar myndir á veggjunum. Nú fer þetta allt að koma.

Sló í gegn í badmintoni í gær (eða hniti eins og sumir kjósa að kalla það) með Röggu Sig golfsnillingi. Það var fjör. Eldaði svo BBQ kjúllabringur. Stelpan orðin þokkalegur kokkur.

Frekar sár þegar ég sá að Pála Haukakona er komin í Val. Var að vona að hún yrði þessi máttarstólpi í vörninni í sameiginlegu liði Þróttur/Haukar. En við sláum þá bara í gegn án hennar.

Hrós dagsins: Kristín, kennari í Árbæjarskóla sem hefur náð frábærum árangri með krakkana mína í lestri.

miðvikudagur, október 23, 2002

Verulega farin að þrá að spila fótbolta. Fór í badminton í gær. Svitnaði varla á þeim 50 mínútum sem ég spilaði. Skellti mér svo í heita pottinn í Grafarvogslaug með manninum. Ljúft líf. Ofsalega fallegt úti, skemmtileg birta og ískalt. Kíkti á mömmu, hjálpaði henni með enskuna sem hún er að læra á námskeiði. Badminton aftur í dag. 100 mínútur, vonandi meiri hraði.

þriðjudagur, október 22, 2002

Foreldraviðtöl í skólanum. Vá, stelpan búin gersamlega eftir þetta. Foreldrar eru yndislegur þjóðflokkur. Svolítið spes. Bara fegin að vera búin.
Hrós dagsins: Stelpan fær það bara sjálf. Fyrir að komast í gegnum heilan dag með foreldraviðtölum:)

Stefni á bústað um næstu helgi. Valsstúlkur sem voru saman í yngri flokkum á leið í Dalina hennar Svölu. Lýst bara þrusuvel á þetta allt saman.

Það er opinbert. Ég á ekkert líf. Er farin að horfa á mestu ruslþættina í sjónvarpinu. Ef þið vitið ekki hvað er að gerast í Temptation Island, Survivor eða 70 mínútum, látið mig vita. Ég þarf virkilega að fara að byrja að æfa aftur. Lifi Þróttur!!

sunnudagur, október 20, 2002

Datt í morgunmat hjá mömmu á laugardag. Orðinn fastur liður. Dagga og krakkarnir komu og stelpan fékk afró í hárið frá litlu frænku. Thelma er BARA snillingur í hári. Þau fóru í bíó en ég skellti mér í Kringluna. Hitti Hiddu en handrukkararnir gerðust svolítið harkalegir við hana. Sér enn á greyinu frá því um síðustu helgi. Stelpan svo að rifja upp gamla Moggatakta. Kíkti á FH-ÍR í handboltanum. Tók svo viðtal við Júlla Jónasar. Hefur alltaf langað að spjalla við hann. Ekki leiðinlegt. Hefur ekki misst neitt af gamla sjarmanum. Fórum svo til Sigurbjargar og Sævars sem bæði áttu afmæli. Kynlífshávaði frá nágrönnum var ræddur. Vil helst ekki heyra frá nágrönnum mínum um þetta mál.

Birna orðinn bloggari. Sama dag og stelpan. Ekki slæmt.

Áskorun: Hidda og Óla fái sér blogg áður en Þróttur fer aftur að æfa, GunnInga fái sér "keppnis" bílnúmer á keppnis-bílinn og að Hidda fái sér fjólubláan augnskugga, Mist hjálpi stelpunni á nálgast titilinn "besti þjálfari í heimi."

föstudagur, október 18, 2002

Temptation Island Ástralía. Hver er að klikka á því. Þessi þáttur er náttúrulega sá allra lélagasti í sjónvarpinu en samt verð ég að horfa. Ég er háð. Clinton er flottur. Kíkið á hann:) Er síðan að gerast mjúk. Kíkti í göngutúr um nýja hverfið með eiginmanninum. Mjög rómantískt allt saman. Stjörnubjartur himinn og norðurljósin dansandi. Það held ég að þetta sé betra en að liggja yfir sjónvarpi og nammi þótt það sé líka ljúft. Jæja, detta í pasta heima í kvöld, ætli ég eldi það ekki sjálf.

Ég mun leggja mig fram við að skjóta á fólk. Birna: málið er bara að syngja með...hástöfum

Þarf þokkalega að fá kennslu hjá sérfræðingum í bloggi. Er búin að vera að rembast við að setja inn linka á blogg bestu vinanna en það vill hvergi birtast. Ef einhver er með góð ráð, látið mig vita. Ég skil ekki hvað Birna er alltaf að tala mikið um sól. Veit hún ekki að það er búið að vera sól og heiðskýrt í 3 daga í röð á Íslandi og geri aðrir betur. Hitastig skal þó ósagt látið.

Og koma svo!!!

Jú, strax farin að klúðra málum. En þetta hlýtur allt að koma.

Ég er eins og strákarnir í 70 mínútum og tek hvaða áskorun sem er. Jú, mín bara búin að opna blogg og þokkalega stolt af sjálfri sér. Í tilefni af bloggi góðvinar míns hans Ingva mun ég leggja mig fram við að sletta sem allra minnst á þessari síðu. Því verður mál stundum háfleygt og fallegt. Mist toppaðu þetta!!!