Irisflotta.com

þriðjudagur, október 26, 2004

Nú er ég að fara að verða þvílíkt virk aftur á þessu bloggi. Er að vinna í lúkkinu og svona so bare with me.

miðvikudagur, október 13, 2004

Verkfall

Rosalega er leiðinlegt að vera kennari í kennaraverkfalli. Það er nákvæmlega ekkert að gerast í umræðum samninganefndanna og á meðan sitjum við kennarar eftir með sárt ennið full af kvíða yfir því að byrja aftur að kenna, enda verða börnin áreiðanlega brjáluð þegar þau loks byrja aftur.

föstudagur, maí 07, 2004

Nóg að gerast í lífinu þessa daga, próf að byrja í vinnunni, sólin fer hækkandi og sumarylurinn fer alveg að koma.

Það er gaman að fylgjast með stelpunum mínum í Þrótti þessa dagana. Þessar elskur hafa æft á fulli í allskonar veðri við allskonar aðstöðu í vetur, hvort sem það er í hestaskít eða hávaðaroki og kvarta aldrei. Framfarirnar eru líka farnar að skila sér. Það er virkilega gaman að sjá leikmenn taka stórstígum framförum og ég var að huxa þetta í gær hvaða kostir ýmsir leikmenn hafa:

AnnaBjörg: Hún er með eindæmum fljót að átta sig á því hvar boltinn kemur og ná kontról á honum. Hún er lögð af stað áður en varnarmaðurinn fattar að boltinn sé kominn.
Óla: heldur alltaf áfram, gefst aldrei upp og er prímusmótorinn í liðinu.
Bína: hefur bætt sig ótrúlega sem skallamaður. Er á leiðinni að verða drottningin á miðjunni.
TinnaRún: hefur vaxið ótrúlega í svípernum, er farin að stórna öllum í kringum sig og meira að segja svara fyrir sig - passið ykkur á henni.
Fríða: Tæklari dauðans. Ekta leikmaður sem maður vill hafa með sér í liði en alls ekki vera á móti. Stöðugasti leikmaður Þróttar á undirbúningstímabilinu.
Guðbjörg: baráttujaxl dauðans. öskrar alla með sér áfram og keyrir menn niður ef með þarf.
Sigga: lunkin í að stöðva menn án þess að fá spjöld. klár í að bera upp boltann. Formið allt að koma.
TinnaSig: var að koma þvílíkt sterk inn þegar hún fór úr lið aftur greyið. Sendingar sem hver senter elskar.
Eyrún: Hefur bætt formið og er farin að bíta frá sér. Er mjög áræðin og góður spilari.
Hidda: mjög góð í að sóla menn þ.a. þeir neyðast til að brjóta á henni til að stöðva hana. Kann líka að fá boltann í hausinn.
Rakel: Hefur tekið einna mestu framförunum. Er með meðfædda boltatækni, boltinn einhvern veginn límist við hana.
Fjóla: óheppin með meiðsl hingað til, en munar þvílíkt um kraftinn og hraðann og keppnisskapið í stelpunni þegar hún kemur aftur.
GunnInga: baráttujaxl dauðans. Spilar í gegnum meiðsli og lætur sig hafa tæklingar og er svo blíð sem lamb við dómarana - hvað kom eiginlega fyrir hana???
Halla: boltatæknin öll að koma.
Ragna: hefur bætt sendingarnar og boltatæknina.
Jóhanna: hefur verið mikið frá vegna vinnu.
Védís: Alltaf jákvæð og kemur sterk inní þetta núna. finnur jákvæðu hliðarnar á frostinu og kuldanum og leggur sig alltaf 100% fram hvort sem um æfingu eða leik er að ræða.
Gulla: að jafna sig eftir slitin krossbönd en sýnir ótrúlegan karakter með því að vera dugleg að æfa sjálf og mæta á æfingar og leiki.
DöggLára: Hefur lítið sést eftir að Bjöggi kom til sögunnar:-)
Hanna Sigga: Þessi drottning er alltaf með baráttuandann til staðar, ábyrgðarfull, samviskusöm og tilbúin að miðla af þekkingu sinni.
Stína: Var í hörkuframför þegar hún hvarf inní bækurnar. Við hlökkum til að sjá hana eftir prófin.
SiggaInga: Alltaf brosandi og vinnur sitt starf í markinu af ábyrgð.
Mist: stelpunnar er sárt saknað. Hvenær kemurðu aftur elsku dúllan okkar??? Aðalhúmoristi og límið sem heldur Þrótti saman.

Nóg í bili.

mánudagur, febrúar 16, 2004

Komiði sæl

Er að spá í að sýna hér smá lífsmark og taka kannski upp á því að uppfæra hér öðru hvoru. Sérstaklega þar sem boltinn er kominn á fullt og það verður gaman að fylgjast með honum.

laugardagur, ágúst 23, 2003

Fyrsta vikan í vinnunni var vissulega erfið, en mjög skemmtileg. Líst rosalega vel á skólann minn og samstarfsfólkið líka. Það er svo skrítið hvað það er til mikið af skemmtilegu fólki í heiminum með ótrúlega svipaðan þankagang og maður sjálfur, en samt skapandi og hresst. Var svo heppin að fá frábæran samkennara. Sönn Guðsgjöf. Hún er búin að vera að fill me in on the 8th graders. Hitti krakkana svo í fyrsta sinn næsta mánudag, læt ykkur vita þá hvort þetta líti enn jafn vel út. Svo förum við með krakkana í smá óvissu á miðvikudag.

Boltinn að rúlla á fullu. Tímabilið fer að ná hámarki. Þrír leikir eftir, Blikar á þriðjudag, Norðurbandalagið á laugardag og FH á miðvikudeginum þar á eftir. Ætlum okkur að taka þetta. Hef fulla trú á stelpunum. Margt búið að ganga á að undanförnu, en það sem drepur mann ekki gerir mann sterkari, það er alveg ljóst. Það er aldrei meira á mann lagt en maður þolir. Þótt ég hafi stundum efast um þá fullyrðingu. Frábær grillveisla í vikunni í villu í Firðinum. Sexy Ass fær plús í kladdann fyrir gott frumkvæði og kokkurinn líka fyrir snilldarkjúlla.

Er svo í þremur fögum í Kennó og var alveg að fara yfir um af stressi í vikunni, huxandi um allt sem koma skal. En þetta reddast alltaf einhvern veginn og þá er fínt að hafa netnörd eins og Mist sem er afslappaðri en allt þegar kemur að námi til að halla sér að.

Helgin búin að fara þokkalega í að ná sér eftir stress vikunnar. Hvernig fer stress.is að? Skil ekki hvernig hægt er að lifa í svona endalausu stressi.

Tók líka út rifrildi mín fyrir allt árið í síðustu viku. Aumingjans mennirnir sem urðu fyrir barðinu á mér, en maður lætur ekki vaða yfir sig. Stundum þarf maður bara að svara hraustlega fyrir sig og hana nú. Sleppi því alfarið að segja hverjir lentu í mér en ég myndi svo sannarlega ekki vilja lenda í mér í þannig ham, svo passið ykkur bara. Stolt að segja þó að ég hafi ekki sagt eitt einasta blótsyrði í þessum rifrildum, sem er jú eitt af mínum markmiðum í lífinu... þ.e. að blóta ekki...

Hrós dagsins: Maríubaugshjónin fyrir að þrífa allt hátt og lágt í sameiningu í dag og Ingi frændi sem átti afmæli 20. ágúst og heldur upp á það á morgun. Til hamingju frændi minn.